Minni-Borg 0, 801 Selfoss

0 Herbergja, 40.50 m2 Sumarhús, Verð:12.700.000 KR.

Byr fasteignasala hefur í einkasölu 40,5fm sumarbústað við Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi, F2207860. Sumarbústaðurinn er byggður úr timbri og stendur á timbur stöplum. 8.370,0fm eignalóð. Rafmagnskynding. Hitaveita komin að lóðarmörkum. Bústaðurinn skiptist í forstofu, stofu, eldhús, svefnherbergi, snyrtingu og svefnloft. Nánari lýsing: Komið er inn í anddyri með fatahengi, þar er gengið inn á snyrtingu, gert er ráð fyrir sturtu og er sturtubotninn til. Í anddyri er stigi upp á svefnloft, svefnloftið er með opnanlegum glugga. Stofa og eldhús eru í sama rými, gengið er út á pall úr stofu, pallurinn er á þrjá vegu við húsið. Eitt svefnherbergi er í húsinu og þar er fataskápur. Áföst við húsið er köld geymsla. Sex fm útigeymsla er bak við húsið. Í húsinu er kalt rennandi vatn og hitaveita komin að lóðarmörkum. Rafmagn er komið í bústaðinn og er hann kynntur með rafmagnsofnum. Innbú getur fylgt með í kaupunum.   Gólfefnin er spónarparket, að ...

Suðurbraut 10, 801 Selfoss

5 Herbergja, 165.40 m2 Einbýlishús, Verð:46.000.000 KR.

Byr fasteignasala hefur í einkasölu Suðurbraut 10 í Tjarnabyggð 801 Selfossi. Fallegt 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið stendur á 11.070,0fm eignalóð.  Húsið er timburhús, byggt árið 2007, hellulagt er fyrir framan húsið og áfram út á bílaplanið, möl á bílaplani. Garðurinn er stór og með timburpalli í suður með heitum potti.  Eignin skiptist sem hér segir: Neðri hæð Forstofa; opið rými (forstofa/hol) með flísum á gólfi, stigi upp á efri hæð. Eldhús; vel rúmgóð hvít eldhúsinnrétting, ofnar í vinnuhæð. Stofan snýr í suður og er útgengt þaðan á veröndina. Herbergin eru 4 og er hjónaherbergið á neðri hæð. Hvítir fataskápar. Baðherbergin eru 2, eitt á hvorri hæð. N.h. flísalagt í hólf og gólf, upphengt wc. sturtuklefi. Þvottahús; lítil innrétting með stálvask, útgengt. Efri hæð Komið er upp í gott alrými og hluti af því nýtist vel sem sjónvarpherbergi. Herbergin eru þrjú á efri hæðinni. Baðherbergið er rúmgott, upphengt wc. hornbaðkar með nuddi, viðarinnrétting undir vaski. Geymsla er á efri ...

Austurmörk 4, 810 Hveragerði

2 Herbergja, 70.00 m2 Atvinnuhúsnæði, Verð:12.000.000 KR.

Byr fasteignasala hefur fengið í einkasölu skrifstofuhúsnæði á annarri hæð við Austurmörk 4 í Hveragerði. Sameiginlegur inngangur er fyrir fjögur verslunar/skrifstofubil, tvö bil á hvorri hæð, bílaplan fyrir framan er malbikað. Um er að ræða 70,0 fm skrifstofuhúsnæði á annarri hæð í steinsteyptu húsi byggðu 1974. Verið er að ljúka við að klæða húsið með báruálsklæðningu og einnig er verið að setja nýtt járn á þakið. Komið er inn í opið rými með plássi er fyrir þrjár starfstöðvar og að auki er þar lítil eldhúsinnrétting. Gengið er inn í geymslu við eldhúsaðstöðuna og þaðan svo inn á snyrtingu. Tvær lokaðar skrifstofur eru til viðbótar við aðal rýmið og eru þær báðar lokaðar af með vönduðum glerveggjum, önnur skrifstofan er gluggalaus. Parket er á gólfum. Leigulóð frá 14.03.2005, skilgreind hjá Þjóðskrá Íslands sem  viðskipta og þjón.lóð. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Byr fasteignasölu í síma ...

Lyngheiði 8, 810 Hveragerði

6 Herbergja, 187.40 m2 Einbýlishús, Verð:48.000.000 KR.

Byr fasteignasala hefur í einkasölu Lyngheiði 8 í Hveragerði. 6 herbergja einbýlishús staðsett í enda botnlanga og með mólendi í kring. Um er að ræða 134,9fm timburhús byggt 1984 og 52,5fm timbur bílskúr, alls 187,4fm. Húsið og bílskúrinn er klætt með standandi timburklæðningu, steypt botnplata. Eignin skiptist sem hér segir: Flísalögð forstofa með fatahengi, flísar á gólfum. Stofa með uppteknu lofti. Eldhús með eldri dökkri eldhúsinnréttingu, rúmgóður borðkrókur. Svefnherbergin eru 5, fataskápur í hjónaherbergi. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, baðkar og sturta. Sturtan er ný og í henni eru nýjar vatnslagnir. Inni á baðherbergi er nýr gluggi. Innaf eldhúsi er þvottahús, þar er útgengt og lúga upp á háaloft, gólf málað. Nýjar vatnslagnir inni í þvottahúsi. Innaf þvottahúsi er lítil geymsla með hillum, gólf málað. Gólfefni í stofu, gangi, eldhúsi og svefnherbergi inn af stofu er Quick Step harðparket. Plastparket á öðrum ...

Heiðarbrún 56, 810 Hveragerði

5 Herbergja, 187.90 m2 Einbýlishús, Verð:55.900.000 KR.

Byr fasteignasala hefur í einkasölu Heiðarbrún 56 í Hveragerði. Snyrtilegt fimm herbergja 144,7fm einbýlishús í barnvænu hverfi með 43,2fm bílskúr.  Um er að ræða tvílyft timburhús með liggjandi timburklæðningu. Neðri hæðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Efri hæðin skiptist í þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Nánari lýsing: Flísalögð forstofa með fatahengi. Innaf forstofu er lítið dúkalagt svefnherbergi. Gangur leiðir inn í forstofu, baðherbergi, stofu og stigagang upp á efri hæð hússins. Parket á gólfi í gangi og stofu. Frá stofu er útgengt út á suðurpall með heitum potti. Eldhúsið er flísalagt með snyrtilegri eldhúsinnréttingu með fulninga frontum og rúmgóðum borðkrók. Frá eldhúsi er gengið inn í flísalagt þvottahús, hvít innrétting með stálvaski. Útgengi til móts við bílskúr. Baðherbergið á neðri hæð er flísalagt í hólf og gólf, sturta, upphengt wc, hvít innrétting. Viðartröppur á milli hæða. Á efri hæð hússins ...

Lækjarbakki 2, 801 Selfoss

0 Herbergja, 9,355.00 m2 Lóð / Jarðir, Verð:3.200.000 KR.

Byr fasteignasala hefur fengið í sölu lóð í landi Búrfells í Grímsnes- og Grafningshreppi.  Um er að ræða 9.355fm eignarlóð í skipulögðu sumarbústaðahverfi í landi Búrfells. Fallegt útsýni er í allar áttir. Stutt í alla þjónustu og afþreyingu, ss. golfvöll, veiði, sund o.fl. Aðkoma frá Búrfellsvegi. Kalt vatn frá Búrfelli. Svæðið er afgirt með einni heildargirðingu. Heimilt er að byggja eitt hús ásamt útihúsi (geymslu/gestahús/gróðurhús) á lóðinni innan gefins byggingarreits. Allar nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Byr fasteignasölu, sími 483 5800.

Hveramörk 19, 810 Hveragerði

8 Herbergja, 225.00 m2 Einbýlishús, Verð:51.700.000 KR.

Byr fasteignasala hefur fengið í einkasölu Hveramörk 19 í Hveragerði. Um er að ræða einbýlishús í hjarta bæjarins við gamla hverasvæðið, einbýlishús á tveimur hæðum sem skiptist í dag í þrjár íbúðir. Eignin skiptist í dag í þrjár íbúðir: Íbúð 1 er 52fm. Í þessu rými var bílskúr sem var svo breytt í íbúð sem skiptist í inngang með  þvottaaðstöðu, stofu og innaf stofunni er eldhúskrókur, lítið baðherbergi með sturtu og eitt svefnherbergi með útgengi út í suðurgarð.  Íbúð 2 er 59fm er með sameiginlegum inngangi með íbúð á efri hæð hússins. Íbúðin skiptist í rúmgott eldhús, stofu, eitt svefnherbergi með fataskáp og lítið baðherbergi með sturtu. Rými í holi íbúðar nýtist sem skrifstofukrókur. Í eldhúsinu er ný, hvít innrétting og baðherbergið er með nýjum tækjum, sturtuklefa og flísum á gólfi. Nýtt plastparket er á íbúðinni og nýr fataskápur í herbergi. Íbúð 3 er 115fm ...

Reykjamörk 4-6, 810 Hveragerði

0 Herbergja, 0.00 m2 Fjölbýlishús, Verð:26.000.000 KR.

Byr fasteignasala kynnir í einkasölu Reykjamörk 4-6 í Hveragerði: Við Reykjamörk 4-6 er verið er að byggja 10 íbúðir í fjórum húsum. Húsin eru vel staðsett í grónu hverfi miðsvæðis í Hveragerði og stutt er í alla helstu þjónustu. Húsin eru tveggja hæða með tveimur til fjórum íbúðum í hverju húsi. Sérinngangur er í hverja íbúð. Íbúðirnar skilast fullfrágengnar án gólfefna nema baðherbergi og forstofa verða flísalögð. Lóðin verður fullfrágengin sem steyptum göngustígum og malbikuðu bílastæði fyrir 12 bíla. Á lóðinni er gamall trjágróður sem nýtur hverfisverndar og setur hann fallegan svip á svæðið og gefur skjól. Lýsing íbúða Íbúð A - verð kr. 26,0 millj. - stærð 54,0fm - anddyri/geymsla, stofa og eldhús í sama rými og baðherbergi með þvottaaðstöðu.  Íbúð B - verð kr. 30,4 millj. - stærð 71,2fm - stórt anddyri, stofa og eldhús í sama rými, 7,2 fm geymsla með glugga, ...

Birkimörk 14, 810 Hveragerði

3 Herbergja, 152.80 m2 Raðhús, Verð:44.500.000 KR.

Byr fasteignasala hefur fengið í sölu íbúð í raðhúsi við Birkimörk 14 í Hveragerði. Húsið er steypt og byggingarár 2005. Stærð 152,8fm og þar af er bílskúrinn 27,3fm.   Nánari lýsing: Í forstofu eru flísar á gólfi og fataskápur. Stofa og eldhús eru í sama rými, loft upptekið og með halogenlýsingu, útgengt út í garð. Plastlögð innrétting í eldhúsi.  Herbergin eru tvö, bæði stór, annað er innaf  stofu og hitt herbergið er við hliðina á forstofunni, fataskápar í báðum herbergjum. Fyrir ofan gang fyrir er op (séð frá stofu) sem eftir á að loka. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, upphengt wc, baðkar og sturta. Þvottahúsið er með flísum á gólfi, borðplötu með vask og einum skáp. Innaf þvottahúsi er geymsla. Gengið er inn í bílskúrinn frá þvottahúsi. Gólfefni: eikarparket sem víða er illa farið og flísar. Bæði útihurðir og innihurðir eru illa farnar. Hellulögð gangstétt er frá götu að ...