Heiðmörk 47, Hveragerði


TegundParhús Stærð166.00 m2 Herbergi Baðherbergi

*** Nýtt í sölu hjá Byr fasteignasölu ***
Steypt parhús á tveimur hæðum, stærð íbúða er 166 m2. Eignin er í byggingu á besta stað í bænum, í grónu hverfi sem er verið að byggja upp. Húsið skilast fullbúið að utan og tilbúið til innréttinga að innan.  

Íbúðirnar er á tveimur hæðum og skiptist sem hér segir: 
Hæð 1: Bílskúr, geymsla, þvottahús, lítið baðherbergi, forstofa, eldhús og stofa saman í stóru og björtu rými og eitt svefnherbergi.
Hæð 2: Sjónvarpshol, þrjú svefnherbergi  og stórt baðherbergi.

Húsið er vandað og hannað með það fyrir augum að viðhald verður nánast ekkert. Eignin er einangruð að utan með 125mm harðpressaðri ull.
Klæðning: Álklæðning og viðeigandi álkerfi undir. 
Gluggar: Ál/tré gluggar.
Lóð þökulögð og möl í innkeyrslu.


Nánari upplýsingar á skrifstofu Byr fasteignasölu.

Grímstaðar reiturinn er í hjarta bæjarins aðeins 300.m frá skólanum. Sundlaug, líkamsrækt, heilsugæsla er í göngufæri og mjög stutt er í fallegar gönguleiðir. Stórar svalir verða yfir bílskúrnum á eigninni.

í vinnslu