Lyngheiði 16, Hveragerði


TegundEinbýlishús Stærð210.40 m2 5Herbergi Baðherbergi

Byr fasteignasala hefur í sölu Lyngheiði 16. 5 herbergja, 210,4 fm, einbýlishús ásamt bílskúr við Lyngheiði í Hveragerði.
Íbúð er skráð 167,9 fm og bílskúr 42,5 fm, alls 210,4 fm.

Lýsing eignar: Neðri pallur: Anddyri með fatskáp, innangengt á litla gestasnyrtingu og inn í bílskúr. Eldhús með hvítri innréttingu með beykilistum og borðkrók, útgengt á lóð (n-a). Þvottahús inn af eldhúsi. Efri pallur: Stórt hol. Gangur. Stofa, loft tekin upp. Fjögur svefnherbergi, nýjir fataskápar í þeim öllum. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, sturta með glervegg og baðkar, hvít háglans innrétting, upphengt wc.
Gólfefni: Harðparket og flísar. 
Bílskúr er tvöfaldur, gengið er frá forstofu inn á lítinn gang og þaðan svo inn í bílskúrinn annarsvegar og hins vegar inn á litla gestasnyrtingu sem ekki er fullkláruð, nýjar bílskúrshurðir munu fylgja.


Eignin hefur verið mikið uppgerð á síðastliðnu ári. Baðherbergið var að fullu uppgert, skipt var upp allar hurðir og karma, alla fataskápa í húsinu. Veggir í stofu, herbergjum og holi voru allir klæddir að nýju með gipsi, loftið í stofu var einnig klætt með gipsi. Fljótandi harðparket er á efri palli hússins að baðherberginu undanskildu. Gler í gluggum var endurnýjað að hluta. Gestasnyrting var útbúin innan af forstofu á kostnað bílskúrsins, búið er að tengja vatnskassa fyrir klósett og gera ráð fyrir vaski, en allur frágangur, uppsetning wc og handlaugar eftir. Loft í forstofu er óklætt, en búið að engangra og plasta. Allt rafmagn í húsinu er nýtt og búið að yfirfara rafmagnstöfluna. Allar lagnir inni á baðherbergi eru nýjar.

í vinnslu