Austurmörk 4, Hveragerði


TegundAtvinnuhúsnæði Stærð70.00 m2 2Herbergi Baðherbergi

Byr fasteignasala hefur fengið í einkasölu skrifstofuhúsnæði á annarri hæð við Austurmörk 4 í Hveragerði.

Sameiginlegur inngangur er fyrir fjögur verslunar/skrifstofubil, tvö bil á hvorri hæð, bílaplan fyrir framan er malbikað.

Um er að ræða 70,0 fm skrifstofuhúsnæði á annarri hæð í steinsteyptu húsi byggðu 1974. Verið er að ljúka við að klæða húsið með báruálsklæðningu og einnig er verið að setja nýtt járn á þakið.

Komið er inn í opið rými með plássi er fyrir þrjár starfstöðvar og að auki er þar lítil eldhúsinnrétting. Gengið er inn í geymslu við eldhúsaðstöðuna og þaðan svo inn á snyrtingu. Tvær lokaðar skrifstofur eru til viðbótar við aðal rýmið og eru þær báðar lokaðar af með vönduðum glerveggjum, önnur skrifstofan er gluggalaus. Parket er á gólfum.

Leigulóð frá 14.03.2005, skilgreind hjá Þjóðskrá Íslands sem  viðskipta og þjón.lóð.

Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Byr fasteignasölu í síma 483-5800

í vinnslu