Húsasund 1, Selfoss


TegundSumarhús Stærð40.90 m2 0Herbergi Baðherbergi

Byr fasteignasala hefur í sölu sumarbústað við Húsasund 1 í Hraunborgum í Grímsnes- og Grafningshreppi. Bústaðurinn er svokallaður A-bústaður, stærð skv. FMR 40,9 fm. og stendur hann á 5000 fm. leigulóð.

Bústaðurinn skiptist sem hér segir:
Forstofa með fatahengi. 
Baðherbergi; allt nýuppgert með sturtu og upphengdu wc, fibo baðplötur á veggjum og flísar á gólfi.
Stofa og eldhús í sama rými, vel með farin hvít eldhúsinnrétting með beykilistum og nýrri eldavél, uppþvottavél fylgir. Útgengt er frá stofu á lokaða verönd.
Gengið er upp á efri hæð frá stofu. Efri hæðin skiptist í tvö rými, eitt herbergi sem hægt að loka af með lítilli rennihurð og stærra rými með fjórum rúmum undir súð, útgengt á svalir.
Bústaðurinn er mikið endurnýjaður og þar má nefna; skipt var um glugga á báðum göflum í bústaðnum og herbergi á efri hæð þá aðeins stækkað (kemur ekki fram á fermetrafjölda); skipt var um öll gólfefni og harðparketflísar sett á öll gólf fyrir utan forstofu og baðherbergi en þar eru flísar á gólfi, gólf á efri hæð var styrkt.

Bústaðurinn er vel staðsettur innst í botnlanga í grónu og fallegu umhverfi.  Hraunborgir er vinsælt sumarhúsasvæði, þjónustumiðstöð og sundlaug er á svæðinu svo og lítill golfvöllur, örstutt er í golf á Kiðjabergsvellinum.

í vinnslu