Heiðmörk 22, 810 Hveragerði
30.000.000 Kr.
Parhús
3 herb.
77 m2
30.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1972
Brunabótamat
24.800.000
Fasteignamat
18.150.000

Byr fasteignasala hefur í einkasölu parhúsaíbúðina Heiðmörk 22H í Hveragerði. Íbúðin er 77,1fm. Sameiginlegt bílaplan var malbikað í sumar.

Þriggja herbergja parhús á einni hæð með steyptum gafl- og millivegg á milli íbúða. Fram og afturhlið hússins er úr timbri.

Eignin skiptist sem hér segir:
Flísalögð og rúmgóð forstofa. Inn af forstofu er baðherbergi, þvottahús og eitt svefnherbergi. Frá forstofu er gengið inní alrými. Þar af er hjónaherbergi og svo eldhús og stofa í sameiginlegu rými. 
Baðherbergi er uppgert, flísar á gólfi og einum vegg. Sturtubotn og veggir þar eru flísalagðir. Lítil vask innrétting og lítill skápur til hliðar.  
Þvottahús með flísum á gólfi. Lúga upp á háaloft er í þvottahúsinu. 
Herbergin eru tvö, bæði með fataskápum og harðparketi á gólfi. 
Eldhús með hvítri innréttingu og flísar á vegg. Frístandandi eyja með skúffum. Útgengt frá stofu á suðurverönd, nýleg svalahurð. 
Nýtt harðparket á gólfi í eldhúsi, stofu og herbergjum. Flísar á gólfi í forstofu og baðherbergi.

Húsið var málað að utan sumarið 2018 og gert við bæði múr og timburverk þar sem þurfti, einnig var þakið menjað og málað. 
Um er að ræða vel skipulagða eign með suðurverönd og grónum garði.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.