Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Gunnar Biering Agnarsson
Aðstoðarmaður fasteignasala, í lögg.námi
Símanúmer: 823-3300
Dynskógar 9 , 810 Hveragerði
45.800.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
139 m2
45.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1968
Brunabótamat
39.120.000
Fasteignamat
37.400.000

Byr fasteignasala hefur fengið í einkasölu Dynskógar 9, 810 Hveragerði. Einbýlishús með þremur svefnherbergjum, bílskúr og stórum garði. 
*** Samþykkt kauptilboð er komið i eignina með fyrirvara um fjármögnun ***


Húsið er byggt úr holstein árið 1968 og er 99,6 fm að stærð, einnig er bílskúr byggður 1984 sem er 40,0 fm að stærð. Samtals er eignin 139.6 fm að stærð skv. skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar er forstofa, stofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, þvottahús, búr og geymsla. Bílskúr.  

Nánari lýsing:
Forstofa er opin og leiðir inn á gang. Frá gangi er gengið inn í aðrar vistaverur, parket á gólfi.  
Svefnherbergin eru þrjú; hjónaberbergi með parketmunstruðum dúk, fataskápur er fimmfaldur og er laus en fylgir með eigninni. Tvö minni herbergi með plastparket á gólfi. Í stærra herberginu er fataskápur sem gæti fylgt með.
Baðherbergi, veggir eru klæddir fíbóplötum, sturtuhorn með flísalögn. Hvít baðinnrétting með einum vask. 
Stofa og borðstofa er saman í einu rúmgóðu en aflokuðu rými, parket á gólfi og panelklætt loft. 
Eldhús með flísum á gólfi, rúmgóð upprunaleg eldhúsinnrétting sem hefur verið vel viðhaldið - nýlega lökkuð skv. seljanda. Frístandandi eldavél. Uppþvottavél til staðar og fylgir með.
Þvottahús með útgengt út á bílaplan, flísar á gólfi. Frá þvottahúsi eru tvær litlar geymslur önnur þeirra er notuð sem fatahengi. 
Bílskúr er með steyptu gólfi, vantar frágang á lofti. Lítil geymsla er innst í bílskúrnum.

Bílaplan er hellulagt og gangstétt er með fram húsinu að aðalinngengi sunnan megin við húsið. Ekki er vitað um hita í bílaplani. 
Steyptur pottur/sundlaug er í garðinum, er ekki tengdur en frárennsli virkar. Nýlega málað. 
Garður er stór og gróin, að mestu snýr hann í suður og vestur. 
Húsið er nýlega málað að utan. Járnaplötur á þaki eru lélegar, búið er að panta og fá nýtt járn á þakið, sem fylgir með kaupunum. Lagnir eru upprunalegar. 


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Gunnar Biering, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 823 3300 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.