Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Gunnar Biering Agnarsson
Aðstoðarmaður fasteignasala, í lögg.námi
Símanúmer: 823-3300
Arnarheiði 8 , 810 Hveragerði
39.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
3 herb.
116 m2
39.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1988
Brunabótamat
41.000.000
Fasteignamat
34.950.000

Byr fasteignasala hefur í einkasölu íbúð í raðhúsi við Arnarheiði 8 í Hveragerði. Flott þriggja til fjögurra herbergja íbúð með bílskúr.
*EIGNIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING*


Íbúðin er 93,6 fm á einni hæð, með tveim til þrem svefnherbergjum ásamt 22,8 fm bílskúr, samtals 116,4 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands. 

Nánari lýsing:
Forstofa er rúmgóð með flísum á gólfi og tvöföldum fataskáp. Stofa og borðstofa í einu opnu og björtu rými. 
Eldhús með eikarinnréttingu, tengi fyrir uppþvottavél. Gott skápapláss. 
Herbergin eru þrjú (tvö á teikningu, það þriðja stúkað af í bílskúr), fjórfaldur fataskápur í hjónaherbergi, barnaherbergi einnig með skáp. Þriðja herbergið er skápa- og gluggalaust, en það er stúkað af í bílskúrnum. Auðvelt að breyta til baka og stækka bílskúrinn í upprunalegt ástand. Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa, wc og innréttingu.
Þvottahús er með útgengi í bakgarð, innréttingu með skolvaski og flísum á gólfi. 
Gólfefni eru parket á stofu/borðstofu, eldhúsi og herbergjum.

Bílskúr: 22,8 fm, málað gólf. Skúrinn nýtist í dag sem góð geymsla því hluti hans er nýttur sem gluggalaust herbergi.
Garður er gróinn, hellulögð verönd að framan og aftan ásamt bílaplaninu sjálfu. 

Húsið virðist hafa fengið gott viðhald og almennt ástand virðist gott.
Arnarheiði 8 er vel staðsett hús í rólegri götu. Leiksvæði fyrir börn er örstutt frá eigninni sem og leikskóli. Stutt í alla almenna þjónustu.

Ýtið hér fyrir staðsetningu

Smelltu hér til þess að fá söluverðmat á eignina þína þér að kostnaðarlausu.
 


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Gunnar Biering, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 823 3300 - [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti. s. 897-3409 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.