Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Gunnar Biering Agnarsson
Aðstoðarmaður fasteignasala, í lögg.námi
Símanúmer: 823-3300
Heiðmörk 68 b , 810 Hveragerði
53.000.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
3 herb.
127 m2
53.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2019
Brunabótamat
0
Fasteignamat
24.250.000

Byr fasteignasala er með í sölu tvær íbúðir sem eru í byggingu. Hvor íbúð er falleg og vel hönnuð þriggja herbergja íbúð með bílskúr.
*** Samþykkt kauptilboð er komið i eignina með fyrirvara um fjármögnun ***

Um er að ræða raðhús, byggt úr forsteyptum einingum. Íbúð 68B og 68C er 127 fm að stærð, þar af er bílskúrinn 23,3 fm skv skráningu Þjóðskrár Íslands. 

Nánari lýsing á íbúð: 
Gengið inn í anddyri og þaðan inn á gang. Frá gangi er farið inn í rúmgott svefnherbergi. Því næst leiðir gangur inn í alrými, þar er eldhús, borðstofa og stofa.
Einnig er útgengt á suðursólpall úr stofunni. Úr alrými er gengið inn á stuttan gang sem leiðir inn í eitt svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Innangengt er í bílskúrinn frá þvottahúsi. Bílskúrshurð er grá að lit með sjálfvirkum hurðaopnara. Hiti í gólfum.

Vel staðsett raðhús með garði sem snýr í suður. Aðgengi að húsinu er mjög gott þar sem ekið er beint inn af götunni. 

Verð á Heiðmörk 68B og 68C:
Fullbúið skv. skilalýsingu: kr. 53.000.000,-. 
Hægt er að semja um afhendingu á öðru byggingarstigi.
Raðhúsið er langt komið í byggingu. 


Húsið eru byggð úr viðhaldsléttum, forsteyptum einingum. Áferð eininga er slétt sjónsteypa blandað við veggi klædd með olíubornum timburlistum. Gluggar og hurðar eru smíðuð úr timbri máluðu í gráum lit með ál botnlista.

Frágangur að utan verður kláraður samkvæmt teikningu. Frágangur að framan er með hellulagt bílaplan með hita í plani, tvö bílastæði. Að bakatil er timburverönd og sólpallur uppsettur. Grasþökur eru á öðrum lóðarflötum. 
Mikil áhersla er lögð á hagkvæma og góða hönnun sem og frágang. 
Í lóðarsameign eru tvö bílastæði, eitt fyrir fatlaða og annað fyrir sameiginlega gesti. 

Raðhúsalengjan telur fjórar íbúðir og standa þær meter hærra en næstu lóðir sem myndar ákveðna sérstöðu.  
Húsin eru hönnuð af ALARK arkitektum. Jakob Emil Líndal - Arkitekt FAÍ

Athugið að um eign í byggingu er að ræða og því greiðir kaupandi skipulagsgjald.

Afhending: fyrirhuguð afhending er apríl/maí 2020 en er samningsatriði.

Smelltu hér til þess að fá söluverðmat á eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Athugið að kaupendur greiða stimpil-, þinglýsingar- og lántökugjald vegna kaupsamnings og nýrra lána, auk þjónustu- og umsýslugjalds til fasteignasölunnar.

Nánari upplýsingar hjá Byr fasteignasölu á [email protected] eða í síma 483 5800


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Gunnar Biering, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 823 3300 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.