Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Gunnar Biering Agnarsson
Aðstoðarmaður fasteignasala, í lögg.námi
Símanúmer: 823-3300
Birkimörk 10 , 810 Hveragerði
52.000.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
4 herb.
154 m2
52.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2005
Brunabótamat
48.000.000
Fasteignamat
48.900.000

Byr fasteignasala hefur fengið í einkasölu Birkimörk 10, 810 Hveragerði. Fjögurra herbergja endaíbúð í raðhúsi með innbyggðum bílskúr.

Um er að ræða steinsteypt raðhús, stærð íbúðar er 129,1 fm hús, 25,7 fm bílskúr, samtals 154,8 fm að stærð skv. skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar er forstofa, stofa og eldhús í sama rými, sjónvarpsherbergi, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr með geymslu innaf. 

Eignin er laus við kaupsamning

Nánari lýsing: 
Forstofa er flísalögð með tvöföldum fataskáp. Úr forstofu er gengið inn í herbergi, bílskúr og inn á gang.
Svefnherbergin eru tvö en voru áður þrjú skv. teikningu; hjónaherbergi er við forstofu, í því er stór fataskápur sem nær yfir heilann vegg með rennihurðum. Minna svefnherbergið er hægra megin við ganginn í því er fataskápur. 
Baðherbergi, er vinstri inn ganginn, þar er upphengt wc, innrétting og stór sturta. Baðherbergið er flísalagt gólf og veggir.
Stofa, borðstofa og eldhús; er í opnu rými. Útgengt er úr borðstofu út á stóran pall í suðurátt. Í eldhúsi er innrétting frá JKE Design, borðpalata og eyja klædd með granit stein, möguleiki er á að sitja við eyjuna. AEG Helluborð og vifta frá Elica, Whirlpool ofn í vinnuhæð. Uppþvottavél er innbyggð við vask. 
Sjónvarpsherbergi; er innaf stofu, merkt hjónaherbergi á teikningu en hefur verið breytt og er notað nú sem sjónvarpsherbergi.
Þvottahús; er á gangi. Flísalagt gólf, innréttingu með stálvask og gott hillupláss. Gluggi í enda. Tengi fyrir þvottvél og þurrkara.
Bílskúr er með flísum á gólfi. Geymsla er innst í bílskúrnum. Rafmagnshurðaopnari.

Gólfefni:
Parket er á hjónaherbergi, herbergi, gangi, alrými og sjónvarpsherbergi
Flísar eru í forstofu, baðherbergi og bílskúr/geymslu.

Gólfhiti, Danfoss stýringar. Upptekið loft er í stofu, sjónvarspherbergi, á gangi og í bílskúr.

Bílaplan er hellulagt með hita að hluta. Pláss fyrir allt að fjóra bíla. 
Gróinn suðurgarður með stóum palli. Garðurinn er snyrtilegur og afgirtur. 

Góð eign á góðum stað í Hveragerði. Stutt í leikskólann Óskaland.


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Gunnar Biering, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 823 3300 - [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti. s. 897-3409 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.