Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Gunnar Biering Agnarsson
Aðstoðarmaður fasteignasala, í lögg.námi
Símanúmer: 823-3300
Kambahraun 38 , 810 Hveragerði
49.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
6 herb.
191 m2
49.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1975
Brunabótamat
58.700.000
Fasteignamat
49.450.000

Byr fasteignasala er með í einkasölu KAMBAHRAUN 38  í Hveragerði. Einbýlishús með fjórum svefnherbergjum, tvöföldum bílskúr og stórum verðlaunagarði. 

Eignin er steypt, byggð árið 1975 og skiptist í 138,3 fm íbúð og 53,1 fm bílskúr byggður árið 2003, samtals 191,4 fm samkvæmt skráningu Þjóðskrár Ísland.
Skipulag eignar: Forstofa, fjögur svefnherbergi, baðherbergi á gangi, stofa og borðstofa í einu rými þar sem opið er inn laufskála. Eldhús, búr og þvottahús. Tvöfaldur bílskúr með geymslu inní, tvö gróðurhús.

Nánari lýsing:
Forstofa: með flísum á gólfi. Fataskápur og fatahengi.
Fyrir framan forstofu er hol sem leiðir inná gang og inní stofu/borðstofu og eldhús. Inn af holi er Svefnherbergi.
Stofa/borðstofa: er björt og opin, þaðan er opið inní bjartan stóran laufskála.
Frá Laufskála er gengið út á aflokaðan pall með heitum potti (stillingar fyrir pott eru í þvottahúsi).
Eldhús: er opið inn í hol, flísar á gólfi. Neðri hluti innréttingar er nýlega endurnýjaður en efri hlutinn er upprunalegur. Nýlegt helluborð, ofn í vinnuhæð. Gert er ráð fyrir uppþvottavél.
Þrjú svefnherbergi: eru á gangi, Hjónaherbergi og tvö minni herbergi öll með fataskáp. 
Baðherbergi er inn á gangi þar er upphengt salerni. Innrétting með vask og hornbaðkar. Flísar á gólfi og veggjum.
Þvottahús: er innst á gangi. Þar er sturta, innréting með vask. Pláss fyrir þvottvél og þurrkara Þaðan er útgengt í garðinn.
Skriðloft er yfir eigninni aðgengi um loftlúgu í þvottahúsi.
Bílskúr er tvöfaldur með tvemur innkeyrsludyrum með rafmagnshurðaopnurum, lítil innrétting. útgengt er úr bílskúr á bakhlið skúrsins og er lítil geymsla inn af skúrnum. málað gólf.
 
Pallur er fyrir framan hús og afgirtur pallur til suðurs þar sem er heitur pottur. Steypt stétt við bílskúr að húsi og fyrir framan bílskúr.
Garðurinn er vel skipulagður verðlaunagarður. Aftan við húsið eru tvö gróðurhús og lítill hæsnakofi sem fylgja eigninni. Lóðin er vel afgirt með litlum steinvegg í kringum lóðina.  

Um er að ræða gott einbýlishús í rólegri götu í Hveragerði. Eign með góðu skipulagi - gott fyrir stóra fjölskyldu. 
Stutt í alla helstu þjónustu og útivist.

Ýtið hér á fyrir staðsetningu á korti

Fáðu söluyfirlit hjá Byr fasteignasölu - [email protected] eða s. 483-5800

Þú getur fundið okkur á Facebook og á Instagram
 


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Gunnar Biering, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 823 3300 - [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti. s. 897-3409 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.