Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Gunnar Biering Agnarsson
Aðstoðarmaður fasteignasala, í lögg.námi
Símanúmer: 823-3300
Dynskógar 11 , 810 Hveragerði
89.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
252 m2
89.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2018
Brunabótamat
98.850.000
Fasteignamat
75.350.000

Byr fasteignasala hefur í einkasölu DYNSKÓGAR 11, 810 Hveragerði. Fimm herbergja einbýlishús með þremur baðherbergjum og tvöföldum bílskúr.

Um er að ræða klætt timburhús (skráning á Fmr röng), stærð íbúðar er 192,2 fm hús, 60 fm bílskúr, samtals 252,2 fm að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar er anddyri, gangur, opið alrými með stofu, borðstofu, sjónvarpsholi og eldhúsi, fjögur svefnherbergi, þrjú baðherbergi, þvottahús og tvöfaldur bílskúr.

Nánari lýsing: 
Komið er inn í anddyri, með fjórföldum fataskáp.
Frá anddyri er komið inn á gang sem liggur annars vegar að alrými og hinsvegar að svefnherbergjum. Á gangi er innfelld loftlýsing.
Stofa, borðstofa, sjónvarpshol og eldhús eru saman í stóru björtu alrými. Upptekið loft er í alrými. Innbyggt Bose hljóðkerfi er í alrými. Stórir gluggar í þrjár áttir. Sólarrúllurgardínur í gluggum. Innbyggð lýsing í lofti á sjónvarpsholi og eldhúsi.
Útgengt er frá borðstofu út á steyptan pall. Sjónvarpshol er stúkað af með vegg við stofu.
Eldhús er rúmgott með innréttingu frá HTH, granít borðplata. Eldhúsið er með stórri eyju og miklu borðplássi. Fimm hellu Smeg gashelluborð er á eyjunni. Möguleiki á að sitja við eyjuna. Tveir Smeg ofnar í vinnuhæð (annar þeirra örbylgju og bakstursofn), vaskur, innbyggð Smeg uppþvottavél og gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp. 
Svefnherbergin eru fjögur. Hjónasvíta með fataherbergi og sér baðherbergi. Útgengt er frá hjónasvítu út á pall. Baðherbergi við hjónasvítu er með sturtu, vegghengdu salerni, vaskinnréttingu með granít borðplötu og handklæðaofni. Flísalögn á veggjum við sturtu og salerni.
Svefnherbergi við enda gangs er með sér baðherbergi innaf, fjórfaldur fataskápur. Baðherbergið er með sturtu, vegghengdu salerni, vaskinnréttingu með granít borðplötu og handklæðaofni. Flísalögn á veggjum við sturtu og salerni. Útgengt frá herberginu út í garð.
Svefnherbergi við forstofu er með þreföldum fataskáp.
Svefnherbergi á móti anddyri er rúmgott og án fataskáps.
Baðherbergi með frístandandi baðkari, sturtu, vegghengdu salerni og innréttingu með tveimur vöskum og granítborðplötu, handklæðaofn. Frá baðherbergi er útgengt út á steyptan pall með nýlegum heitum potti með 50 nuddstútum. 
Þvottahús innrétting með stálvask, pláss fyrir tvær vélar. Innangengt er í bílskúr úr þvottahúsiÚtgengt er úr þvottahúsi við hlið anddyris.

Um er að ræða vandaða eign þar sem ekki hefur verið sparað til í efnisvali. Húsið fellur undir reglugerð um algilda hönnun.

Gólfefni hússins er flæðandi Quick step parket frá Harviðarval á forstofu, gangi, stofu, borðstofu, sjónvarpsholi, eldhúsi og svefnherbergjum. Flísar á baðherbergjum og þvottahúsi.
Gólfhiti er í eigninni (gólfhitagrind i bílskúr og þvottahúsi). Gólfhita og ljósum hússins er stýrt í síma með [email protected] kerfi.  Sjá nánar hér um freeathome kerfið.  
Upptekið loft er í eigninni, mikil lofthæð. Innfelld lýsing er í öllum rýmum hússins nema bílskúr. Lýsing hússins er hönnuð af Helga í Lumex.  Sólarscreen gardinur eru í stofu.
Allar innréttingar í eldhúsi, svefnherbergjum, forstofu, þvottahúsi og baðherbergjum eru frá HTH -Bræðurnir Ormsson.  Sjá nánar hér um HTH innréttingar. 
Öll blöndunartæki í húsinu eru Hans Grohe frá Ísleifi Jónssyni. Innbyggð sturtutæki á öllum baðherbergjum.  
Sjálfvirkt loftræstikerfi er á öllu húsinu nema bílskúr. Stýrikerfi í bílskúr. Varnaskiptir er á neysluvatni, gólfhita og snjóbræðslu.
Samtengdir reykskynjarar í öllum rýmum.

Bílskúrinn er 60 fm á stærð, hátt til lofts, bílskúrshurðin er úr áli, rafmagnshurðaopnari. Tvær gönguhurðir eru beint útur bílskúrnum og einnig er innangengt í hann úr þvottahúsi. Við afhendingu verður hljóðkerfi, fullmálað og Swiss floor gólfefni. 

Lóðin er stór og gróin, fánastöng, steypt 280 fm stétt, sem umlykur húsið og bílastæði, snjóbræðsla í bílastæði og stétt við inngang. Á bílastæði við bílskúr er pláss fyrir tvö ökutæki. Gert er ráð fyrir malarplani við vesturenda með plássi fyrir þrjú ökutæki.
Allir gluggar og hurðar í húsinu er timbur og ál sérpöntun.
Sérpöntuð sérunninn viðhaldsfrí álklæðning er á húsinu. Sérpöntuð viðhaldsfrí álgirðing er utan um lóðina.
Búið er að þjappa púða fyrir gróðurhús framan við húsið, lagnaleiðir til staðar. Eftir er að sækja um leyfi til byggingafulltrúa.

Ýtið hér fyrir staðsetningu.

Dynskógar 11 er tilvalinn eign fyrir stóra fjölskyldu sem vilja hreiðra um sig í friðsælu og afslöppuðu umhverfi rétt fyrir utan borgina
Dynskógar eru í rótgrónu hverfi á besta stað í Hveragerði, rétt við Hamarinn. Dynskógar er umvafin allri þeirri náttúrufegurð sem Hveragerði hefur upp á að bjóða, svo sem Hveragarðinn, Lystigarðinn, Varmá, Reykjadal og ótal skemmtilegra gönguleiða fyrir útivistarunnendur. Býður Hveragerði upp á fjölbreytta afþreyingu sem höfðar til allra aldurshópa.
Hveragerði er þekkt sem blóma- og heilsubær. Yfir sumartímann er Hveragerði einstaklega fjölskrúðug þar sem fjölbreyttur og blómlegur gróður fær að njóta sín og setur einstaklega fallegan blæ yfir bæinn.
Mikil náttúrufegurð er í Hveragerði og nágrenni, stutt í gönguleiðir og óspillta náttúru.
Í Hveragerði má finna fjöldann allan af fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnununum sem tengjast þjónustu á einn eða annan hátt og stutt er í alla þjónustu. 
 
 


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Gunnar Biering, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 823 3300 - [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti. s. 897-3409 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.