Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Gunnar Biering Agnarsson
Aðstoðarmaður fasteignasala, í lögg.námi
Símanúmer: 823-3300
Tjarnarstígur 1 , 825 Stokkseyri
52.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
167 m2
52.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2005
Brunabótamat
56.700.000
Fasteignamat
38.150.000
Áhvílandi
32.628.971

Byr fasteignasala hefur fengið í einkasölu Tjarnarstíg 1 á Stokkseyri. Einbýlishús með fjórum svefnherbergjum, bílskúr og stórum garði. 

Um er að ræða einbýlishús, byggt árið 2005, byggingarefni er timbur. Eignin er samtals 167,4 fm að stærð, íbúð 122,5 fm og bílskúr 44,9 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands. 

Nánari lýsing:
Forstofa er rúmgóð með tvöföldum fataskáp. 
Komið er úr forstofu inn á hol sem liggur að alrými til vinstri með stofu/borðstofu og eldhúsi. Í eldhúsi er U-laga innrétting frá Fríform, gott skápapláss. Ofn og keramikhelluborð frá Whirlpool, ofninn er í vinnuhæð, gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingunni. 
Björt og rúmgóð stofa/borðstofa, útgengt er á sólpall frá borðstofu. 
Til hægri við forstofu er herbergjagangur. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, baðkar, sturta, upphengt salerni, stór innrétting með einni handlaug, handklæðaofn. 
Hjónaherbergi er rúmgott með fataskáp frá Hirzlunni sem nær yfir heilan vegg (áttfaldur). Barnaherbergin eru tvö, bæði með tvöföldum fataskáp frá Hirzlunni. 
Auka svefnherbergi er inn af bílskúr (merkt þvottahús og geymsla á teikningu). Þaðan er útgengt út í garð. 
Lítil flísalögð forstofa er á milli íbúðar og bílskúrs sem er innangengur (merkt geymsla á teikningu). 

Bílskúr er með rúmgóðri innréttingu þar sem hækkun er fyrir þvottavél og þurrkara. Í bílskúr er lúga upp á háaloft sem er yfir bílskúr hússins. 
Gólfhiti er í eigninni, stýrikerfi er í bílskúr, Anitrit er í gólflögn.
Gólfefni, flísar eru á forstofu, baðherbergi og eldhúsi. Harðparket á stofu/borðstofu, gangi og öllum svefnherbergjum. Málað gólf í bílskúr. 

Stór sólpallur með skjólgirðingu er við suðurenda hússins, 34,4 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Lagnir eru tilbúnar fyrir heitan pott á pallinum. Húsið er Steníklætt timburhús. 
Steypt stétt er fyrir framan hús og möl í bílaplani. Garðurinn er gróin, í garði er geymsluskúr á steyptum sökkli 14,94 fm sem fylgir með. Einnig fylgir með fánastöng fyrir framan hús, sandkassi með loki og gróðurkassar í vinnuhæð á baklóð.
Engir nágrannar eru til norðausturs við húsið en þar er opið svæði með lítilli tjörn og útsýni til fjalla.

Vel skipulagt einbýlishús í útjaðri byggðar á Stokkseyri. Stokkseyri er í 14 km fjarlægt frá Selfossi og tilheyrir sveitarfélaginu Árborg.
Húsið stendur stutt frá grunnskóla og íþróttavelli. Kynntu þér part af sögu Stokkseyrar HÉR.

Ýtið hér fyrir staðsetningu

Smelltu hér til þess að fá söluverðmat á eignina þína þér að kostnaðarlausu.
 


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Gunnar Biering, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 823 3300 - [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti. s. 897-3409 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.