Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Gunnar Biering Agnarsson
Aðstoðarmaður fasteignasala, í lögg.námi
Símanúmer: 823-3300
Borgarheiði 7v , 810 Hveragerði
34.000.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
3 herb.
116 m2
34.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1975
Brunabótamat
35.380.000
Fasteignamat
28.100.000

Byr fasteignasala hefur í einkasölu BORGARHEIÐI 7V í Hveragerði, íbúð í parhúsi auk bílskúrs.
EIGNIN GETUR VERIÐ LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMING.

Skipulag eignar: forstofa, stofa, borðstofa, sjónvarpshol, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.

Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu. Þar er gengið inn í svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. 
Stofa, borðstofa, eldhús og sjónvarpshol eru í alrými
Stofa/borðstofa er í opnu og björtu rými, síðir gluggar og tvöföld hurð út í suðurgarð, þar er hellulögð verönd.
Sjónvarpshol er opið við stofu, stúkað af með hálfum vegg.
Eldhús er með nýlegri innréttingu í U, helluborð, ofn og pláss fyrir tvöfaldan ísskáp. Hægt er að sitja við þann hluta innréttingar sem liggur við stofu.
Svefnherbergin eru tvö, fataskápur er í öðru þeirra. 
Baðherbergi er nýlega uppgert, flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni, sturtuklefi, vaskinnrétting og speglaskápur á vegg. 
Þvottahús með plássi fyrir þvottavél og þurrkara, vinnuborð og þvottasnúrur. 
Bílskúr fylgir eigninni, í bílskúrslengju. Inngönguhurð er á bílskúrshurðinni. Gluggi er aftan á bílskúrnum. Steypt gólf. Timburveggir eru á milli bílskúranna. 
Sameiginlegt malbikað bílaplan fyrir framan bílskúralengju.
Gólfhiti er í eigninni. Gólfefni eru nýleg, harðparket á stofu/borðstofu, eldhúsi, sjónvarpsholi og svefnherbergjum. Flísar á forstofu, baðherbergi og þvottahúsi. 

Eignin hefur nýlega verið endurnýjuð að hluta. Lagður var hiti í gólf og gólfefni, rafmagnstafla endurbætt og rafmagn þar sem komið var að viðhaldi. Skipt var um loftaklæðningu í öllum rýmum. Frárennslislagnir ásamt neyslulögnum hafa einnig verið endurnýjaðar. 

Hellulögð stétt við inngang, skjólgirðing með hliði liggur í garð, meðfram húsinu liggur stétt. Garður er gróinn með stórum trjám. Húsið með steyptum gafl- og millivegg á milli íbúða. Fram og afturhlið hússins er úr timbri.
ATHUGA þarf ástand og múr og timburverki hússins að utan.
Íbúðin er steypt 92,8 fm þriggja herbergja á einni hæð ásamt 24 fm bílskúr úr holstein samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.

Húsið er vel staðsett miðsvæðis í Hveragerði. Stutt er í alla þjónustu s.s. leikskólann Óskaland.

Ýtið hér fyrir staðsetningu.


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Gunnar Biering, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 823 3300 - [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti. s. 897-3409 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.