Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Gunnar Biering Agnarsson
Aðstoðarmaður fasteignasala, í lögg.námi
Símanúmer: 823-3300
Lambhagi 15 , 800 Selfoss
37.700.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
119 m2
37.700.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
38.850.000
Fasteignamat
34.500.000

Byr fasteignasala er með í einkasölu LAMBHAGI 15, 800 Selfoss. Einbýlishús með þremur til fjórum svefnherbergjum og gestahúsi. 
Eignin er timburhús byggt 1973 og 119.8 fm samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar: forstofa, stofa, borðstofa, eldhús, gangur, tvö til þrjú barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, búr/geymsla og gestahús. 

Nánari lýsing:
Inngangur er á sólpalli sem snýr til suðurs. 
Anddyri með nýju plastparketi, millihurð inn á gang. 
Gangur með harðparketi liggur að flestum rýmum hússins. Við enda gangs er útgengt út við bílastæði og gestahús til austurs, þar eru flísar á gólfi.
Stofa með harðparketi er opin og björt með stórum gluggum til suðurs, búið er að minnka upprunalega stofu og setja svefnhverbergi í enda hennar (sjá teikningu). 
Eldhús er opið með hvítri ikea innréttingu með eyju, harðparket á gólfi. Helluborð er í eyjunni, stálvaskur, ofn í vinnuhæð og gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. Mosaik flísar á milli skápa í eldhúsi og aftan við helluborð í eyju. 
Við eyju er borðstofa, frá borðstofu er innangengt í búr/geymslu.  
Svefnherbergin eru í dag þrjú, tvö barnaherbergi og hjónaherbergi með fataherbergi inn af, harðparket á gólfi. Hægt er að loka á milli hjónaherbergis og fataherbergis aftur og er þá fataherbergið aftur orðið barnaherbergi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með hornbaðkari (sturtustöng), vegghengdu salerni og vaskinnréttingu. Þvottaaðstaða er á baðherbergi, stór innrétting með stálvask, gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara. 
Lágt risloft er yfir öllu húsinu og er búið að klæða með plötum að hluta, fellistigi og lúga eru í fataherbergi. Lagnakjallari er undir húsinu farið inn um litla hurð á bakhlið hússins.

Garður er stór og gróinn, sólpallur til suðurs er við inngang hússins. Hellulagt er frá götu að báðum inngöngum. Möl í innkeyrslu. Aftan við hús er lítill geymsluskúr og afgirt hundagerði, möl er innan hundagerðis. 
Gestahús er við innkeyrslu, steyptur grunnur. 

Húsið er timburhús á steyptum lagnakjallara, bárujárn er á þaki. Staðsett innarlega í botnlanga í grónu og barnvænu hverfi á góðum stað á Selfossi, stutt er í leikskólann Jötunheima.

Ýtið hér fyrir staðsetningu.

Athugið að kaupendur greiða stimpil-, þinglýsingar- og lántökugjald vegna kaupsamnings og nýrra lána, auk þjónustu- og umsýslugjalds til fasteignasölunnar.


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Gunnar Biering, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 823 3300 - [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti. s. 897-3409 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.