Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Laufskógar 15 , 810 Hveragerði
74.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
196 m2
74.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2009
Brunabótamat
67.600.000
Fasteignamat
61.950.000

Byr fasteignasala hefur í einkasölu LAUFSKÓGA 15, 810 Hveragerði. Fjögurra herbergja einbýlishús með stórum bílskúr og kjallara
Um er að ræða steypt hús, byggt árið 2009, stærð íbúðar er 143,8 fm. hús, 52,7 fm. bílskúr, samtals 196,5 fm. að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar: Anddyri, hol, eldhús, borðstofa, stofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, bílskúr, geymsluloft og kjallari.

Nánari lýsing: 
Komið er inn í anddyri, með fataskáp. Innangengt er úr anddyri í þvottahús.
Frá anddyri er komið inn í hol sem að leiðir að öðrum rýmum hússins.  
Stofa er rúmgóð og er sjónvarpshol samliggjandi stofu.  Eldhús og borðstofa eru í samliggjandi rými.
Eldhús og borðstofa eru í sama rými. Eldhús er rúmgott með innréttingu frá Innex. Eldhúsið er með miklu borðplássi. Bosch spanhelluborð, háfur, gorenje blástursofn í vinnuhæð, innbyggð gorenje uppþvottavél og LG tvöfaldur ísskápur fylgir.
Útgengt er frá borðstofu út á steypta stétt sem liggur meðfram húsi og verönd. Borðstofan er með föstum skenk og efri skápum, samskonar og í eldhúsi. 
Svefnherbergin eru þrjú. Hjónaherbergi er við hlið baðherbergis og er útgengt úr því út á steypta stétt. Þar er tvöfaldur fataskápur. Barnaherbergin eru tvö, annað þeirra með hornskáp.
Baðherbergi með niðurgröfnu baðkari og sturtu. Tröppur eru niður í baðið og hár steyptur veggur við hlið baðkars og sturtu. Flísar á gólfi og veggjum. Stór innrétting með steinplötu og vask.
Þvottahús er afstúkað í hluta bílskúrs, gengið er inn í það frá forstofu.

Flísar eru á öllum rýmum hússins nema á þvottahúsi. Steypt gólf er í þvottahúsi og bílskúr.
Gólfhiti er í allri eigninni.
Upptekið loft er í eigninni og mikil lofthæð. Innfelld LED lýsing er í öllum rýmum hússins nema bílskúr. Sólargluggatjöld eru úr Álnabæ.

Bílskúrinn er 52,7 fm. á stærð og hátt til lofts. Úr bílskúr er opið uppá geymsluloft, loftið er fyrir ofan hol, (merkt þvottahús á teikningu). Úr bílskúr er stigi niður í lagnakjallara.
Kjallarinn er undir öllum bílskúrnum, holi og einu svefnherbergi hússins, mjög hátt er til lofts. 
Stimpluð steypa er við inngang húss, meðfram hlið þess og við hús í bakgarðinum. Verönd með með steyptri stétt er við hlið eldhúss og á horni hjá stofu þar sem gert er ráð fyrir heitum potti .
Hitalögn er í verönd og öllum stéttum úti. Lóðin er gróin að mestu leyti, möl er í bakgarði húss og á bílastæði
Á bílastæði við bílskúr er pláss fyrir tvö til þrjú ökutæki. Húsið er mynstursteypt að utan með spænskri handgerðri áferð. 

Húsið er byggt úr kubbum með einangrun beggja veggn við kubbana og steypu á milli. Þessi byggingarmáti tryggir að hita einangrun og hljóeingrun eru með besta móti.
Að sögn seljanda skilar einangrunin 20-30% lægri kyndingarkostnaði. 


Ýtið hér fyrir staðsetningu.

 
 


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Gunnar Biering, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 823 3300 - [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti. s. 897-3409 - [email protected]
Irpa Fönn Hlynsdóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 7742705 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.