Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Austurmýri 5 , 800 Selfoss
54.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
4 herb.
166 m2
54.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2005
Brunabótamat
56.500.000
Fasteignamat
49.150.000

Byr fasteignasala er með í einkasölu Austurmýri 5, Selfossi. Raðhús á einni hæð með bílskúr. 
Húsið er forsteypt og skiptist í íbúð 126,7 m² og bílskúr 39,4 m², samtals 166,1 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú svefnherbergi, gangur, hol, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. 

Nánari lýsing: 
Anddyri með flísum og fataskáp. Innangengt inn í bílskúr.
Komið er inn á gang sem leiðir að holi, eldhúsi, borðstofu og stofu.
Eldhús er með rúmgóðri Aran (ítölsk) innréttingu. Bosch keramikhelluborð, Bosch ofn, Whirlpool uppþvottavél og Elica háf. 
Borðstofa og stofa eru saman í opnu björtu rými. Hol er opið og bjart með tveimur Velux þakgluggum. Frá holi er gengið inn í svefnherbergin sem eru þrjú. 
Hjónaherbergi er rúmgott með fimmföldum fataskáp. Barnaherbergin eru bæði rúmgóð með tvöföldum fataskáp. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Baðkar, stór innrétting, upphengt salerni, nýlegur sturtuklefi og handklæðaofn. 
Þvottahús með góðri innréttingu, þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, stálvaskur. Útgengt út í bakgarð úr þvottahúsi.
Bílskúr er með steyptu gólfi, bílskúrshurðaopnara og millilofti. Geymsla með millilofti er inn af bílskúr.

Upptekin loft eru í stofu, borðstofu, eldhúsi og holi, díóðukastarar í lofti. Flæðandi parket er á öllum rýmum nema forstofu, baðherbergi, þvottahúsi og bílskúr en þar eru flísar.
Gólfhiti er í allri eigninni. 

Húsið er klætt með steniklæðningu. Lóðin er fullfrágengin með malar bílaplani framan við húsið, pláss fyrir 4 bíla. Steyptur pallur með skjólvegg er við inngang. 
Við útgang í bakgarð er lítill timburpallur, baklóðin er afgirt. 

Vel skipulagt raðhús á góðum stað á Selfossi, tilvalið hús fyrir fjölskyldur, stutt í leikskólann Árbæ. 

Ýtið hér fyrir staðsetningu.
 


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Gunnar Biering, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 823 3300 - [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti. s. 897-3409 - [email protected]
Irpa Fönn Hlynsdóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 7742705 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.