Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Bókakaffi hlöðum , 700 Egilsstaðir
120.000.000 Kr.
Atvinnuhús/ Verslunarhúsnæði
6 herb.
462 m2
120.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
6
Inngangur
Sér
Byggingaár
1953
Brunabótamat
110.950.000
Fasteignamat
40.680.000

Byr fasteignasala hefur í sölu Hlaðir, húsnæði Bókakaffi í Hlöðum í Fljótsdalshéraði.
Eignin skiptist í tvennt. Annars vegar verslun - einbýli sem er 286 m² að stærð og hins vegar verslunarhús sem er 176,3 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.

Í verslunarhúsinu er starfrækt Bókakaffi Hlöðum sem skiptist eins og hér segir: bókabúð/veitingasalur, 2 eldhús, starfsmannaaðstaða, skrifstofa og 2 baðherbergi.

Bókabúð/veitingasalur Korkplötur á lofti og liolium dúkflísar á gólfi (upprunalegar). Innanstokksmunir fylgja með bókakaffinu auk umboðssölu á bókum.
Viðurkennt eldhús með epoxy á gólfi, gott hillupláss og vinnubekkur sem liggur í L, Pro gastro ofn með 6 plötum, eldavél með 4 hellum, uppþvottaaðstaða, 1 frystir og 1 kælur auk coke kælis. Nýr gluggi er í eldhúsinu en skipt var fyrir um ári samkvæmt seljanda.
Eldhús er afmarkað vinstra megin í rými veitingasalsins og lokað með spónarplötuvegg. Þar er gaseldavél (kútur er inni), háfur, AEG heimilisofn, vinnsluborð, lítill ísskápur, uppvöskunaraðstaða og pepsi kælir.
Almennings baðherbergi er innst í veitingasal til vinstri. Þar er standandi salerni og handlaug.
Rými er inn af veitingasalnum til hliðar við annað eldhúsið. Þar er steypt málað gólf, gott hillupláss, 2 frystir. Útgengt er úr rýminu í bakgarð.
Baðherbergi starfsmanna er við hlið starfsmannaaðstöðu. Þar er standandi salerni og handlaug.
Starfsmannaaðstaða er inn af rými til vinstri. Steypt málað gólf, ræstiskápur.

Annað húsnæði sem flokkast sem verslun - einbýli er við hlið Bókakaffis og skiptist eins og hér segir: 2 íbúðir á neðri hæð, íbúð á efri hæð, inntaksrými, stigagangur, þvottahús, verslunarrými og geymsla.
Húsið er klætt með steníklæðningu að utan.

Verslunarrými. Þar er í dag starfandi hárgreiðslustofa. Liolium dúkaflísar á gólfi (upprunalegt). Sér starfsmannaaðstaða er á hárgreiðslustofunni. 

íbúð 1, neðri hæð - sérinngangur.
Baðherbergi með flísum á gólfi og plötum á vegg í sturtu, vaskur með skáp, speglaskápur, hornsturta, standandi salerni
Herbergi með parketi á gólfi. Innst í herbergi er lítil innrétting með stálvask, Niðurfellanlegt borð er á vegg.

íbúð 2, neðri hæð - sérinngangur.
Baðherbergi með flísum á gólfi og plötum á vegg í sturtu. Vaskur á vegg, speglaskápur og standandi salerni.
Herbergi með parketi á gólfi. Lítil innrétting með stálvask og 2 hellum. Felliborð á vegg.

íbúð - efri hæð
gengið er inn í hol með flísum á gólfi. Inn af holinu er sameiginlegt þvottahús og inntaksrými inn af því. Flísar eru á gólfi þvottahúss. Lítil snyrting er inn af þvottahúsi með standandi salerni og vask með innréttingu.
Úr holi er gengið upp teppalagðan stiga í íbúðina á efri hæðinni.
Stofa með parketi á gólfi. útgengt á svalir með fallegu útsýni.
Herbergi án fataskáps við hlið eldhúss án fataskáps.
Eldhús með dúk á gólfi. Viðarinnrétting, eldavél og stálvaskur. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu.
Svefnherbergisgangur er við hlið stofu.
Lítið herbergi með parketi á gólfi og veggfóðri á einum vegg.
Svefnherbergi við enda gangsins er með dúk á gólfi, innbyggðum fataskáp og útgengt út á svalir.
Svefnherbergi með dúk á gólfi og innbyggðum fataskáp. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, vaskur, rúmgóð veggskápur með spegli, standandi wc, baðkar með sturtuhaus og rúmgóð innrétting, gluggi.
Aðgengt er á háaloft úr íbúðinni.

nýlegar hurðar er á íbúðinni, gegnheilt parket með gólfhita.
Allir gluggar og gler eru nýleg eða um 10 ára gamlir nema í endaherbergi samkvæmt seljanda.
kominn er ljósleiðari í húsnæðið.

Steypt stétt er við húsið sem er um 10 ára gömul.
Frárennslislagnir hafa verið endurnýjaðar í litlu íbúðunum, bókakaffi og eldhúsi.


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Gunnar Biering, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 823 3300 - [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti. s. 897-3409 - [email protected]
Irpa Fönn Hlynsdóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 7742705 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.