Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Fljótsmörk 6-12 íbúð 0102 , 810 Hveragerði
Tilboð
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
3 herb.
94 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
34.550.000
Fasteignamat
34.300.000

*** Samþykkt kauptilboð er komið i eignina með fyrirvara um fjármögnun ***
Byr fasteignasala hefur í einkasölu íbúð við FLJÓTSMÖRK 6-12 í Hveragerði. Íbúðin sem er 94,4  er vel skipulögð og snyrtileg þriggja herbergja íbúð á jarðhæð í 17 íbúða fjölbýlishúsi.
EIGNIN GETUR VERIÐ LAUS TIL AFHENDINGAR FLJÓTLEGA.

Húsið stendur á steyptum kjallara byggt upp með forsteyptum einingum. Stærð eignar 94,4 m² þar af er íbúðin 87,3m²  og geymsla  7,1 m².
Skipulag eignar: forstofa, stofa, borðstofa, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús. Geymsla í kjallara. Í sameign er hjóla-vagnageymsla.

Nánari lýsing:
Sérinngangur. Anddyrið er rúmgott með góðu skápaplássi.
Stofa og borðstofa er björt og opið er að hluta til inn í eldhús, útgengt er frá stofu í garð með hellulagða suðurverönd. Þar er til viðbótar u.þ.b. 10 m² sérafnotaflötur samkvæmt teikningu.
Eldhús er að hluta til afstúkað frá borðstofu, gott borðpláss, stálvaskur. Siemens helluborð, vifta, uppþvottavél og ofn í vinnuhæð. 
Svefnherbergin eru tvö og fataskápar í þeim báðum.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtugleri, upphengt salerni, innrétting með handlaug og að auki stór skápur.
Þvottahús er inn af baðherbergi. Þar er borð með stálvaski, skáp og pláss fyrir eina vél.
Innréttingar og innihurðir eru úr eik, mikið skápapláss. Gólfefni: Flæðandi harðparket er á stofu, borðstofu, eldhúsi og herbergjum. Flísar á gólfi í anddyri, baði og þvottahúsi. 

Í kjallara er sérgeymsla og sameiginlega vagna- hjólageymsla. Í sameign er einnig inntaksrými. Stigi og lyfta í sameign. Sorptunnuskýli er framan við húsið.
Húsið er 3-4 hæða auk kjallara. Yfirborð eininga hússins er lagt með kvartsmulningi, en að auki eru nokkrir fletir hússins klæddir lárétt liggjandi bárujárni í lit og timbri, setrusvið.

Íbúðin er þannig staðsett að íbúar hennar verða lítið sem ekkert varir við umgang í anddyri fjölbýlishússins.  Mjög stutt er í grunnskólann, íþróttahús og aðra þjónustu.

Ýtið hér fyrir staðsetningu. 

Hveragerði
Hveragerði státar sig af því að þar eru íbúar ánægðastir á landinu samkvæmt könnun Gallup 2019.
Hveragerði er tilvalinn búsetukostur fyrir alla, jafnt barnafjölskyldur sem og þá sem vilja breyta til og koma sér fyrir á rólegum stað innan um ósnortna náttúru. Bærinn er í einungis 25 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík og almenningssamgöngur til og frá höfuðborgarsvæðinu er tíðar.
Í Hveragerði er jafnframt öflugt íþróttastarf og mörg tækifæri til útivistar og afþreyingar, til dæmis Golfvöllurinn í Gufudal, sundlaugin í Laugaskarði og jarðhitaparadísin Reykjadalur.
Einnig má nefna náttúruperlur á borð við Hveragarðinn og Varmá sem liðast í gegnum miðbæinn, Hamarinn og fjölbreytta göngustíga.
Í bænum er margvísleg menningarstarfsemi fyrir alla aldurshópa, þar með talið bókasafn og Listasafn Árnesinga. Menningar- og fjölskylduhátíðin Blómstrandi dagar er árlegur viðburður og á fastan sess í bæjarlífinu. Eins má nefna mikla grósku í veitingalífi bæjarins. Úrval spennandi veitingastaða þar sem hráefni úr héraði er í heiðri haft fer sívaxandi


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Gunnar Biering, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 823 3300 - [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti. s. 897-3409 - [email protected]
Irpa Fönn Hlynsdóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 7742705 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.