Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Austurmörk 7 , 810 Hveragerði
49.900.000 Kr.
Atvinnuhús
0 herb.
238 m2
49.900.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1996
Brunabótamat
46.300.000
Fasteignamat
33.850.000

Byr fasteignasala er með í einkasölu Austurmörk 7, 810 Hveragerði. Eign í iðnaðarhverfi í Hveragerði sem er samtals 238,6 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands.

Byggingarefni er steypa+málmur, byggt 1996. Eignin skiptist; salur á neðri hæð er 121,3 fm að stærð og aðstöðurými á efri hæð er 117,3 fm að stærð skv. Þjóðskrá Íslands.

Neðri hæð:
Salur með inngang í vestur; opið alrými með eldhúskrók á vinstri hönd. Salerni með glugga, upphengt wc og vask, tengi fyrir þvottavél.
Geymsla með rafmagnstöflu og glugga. Salerni með glugga, upphengdu wc og vask, notað í dag sem geymsla. Lítið Ræstiherbergi með einum vask og hillum. Innangengt er frá alrýminu á stigagang sem er með sérinngangi upp á efri hæð.

Efri hæð:
Gengið er upp timburstiga í opið alrými með gluggum til vesturs, upptekið loft og 2 litlir þakgluggar. Til hægri í alrými eru tvær skrifstofur. Vinstra megin í alrými er ræstingaherbergi, stórt salerni með standandi wc og vask, lítill gluggi. Í alrýminu er eldhúskrókur með lítilli eyju. Plastparket er á alrýminu og á skrifstofum en flísar á salerni og ræstingaherbergi. 

Húsið er skv. Þjóðskrá Íslands skráð sem heilsurækt. Undirstöður og gólfplata eru úr járnbentri steinsteypu. Húsið er byggt upp með stáli, timbri og járnbentri steinsteypu. Neðsti hluti langhliða, horn og gaflar eru steinsteyptir. Efri hluti veggja og þak eru byggð upp með stáli og timbri. Langhliðar útveggja eru byggðir upp með timburgrind og klæddir að utan með bárustáli.
Eignin er í góðu ástandi að utan, malbikuð lóð/bílastæði framan við eignina. Góð staðsetning í iðnarhverfi í Hveragerði.


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti. s. 897-3409 - [email protected]
Irpa Fönn Hlynsdóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 7742705 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.