Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Gvendargeisli 86 , 113 Reykjavík (Grafarholt)
57.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
129 m2
57.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2003
Brunabótamat
44.450.000
Fasteignamat
51.600.000

Byr fasteignasala hefur í einkasölu GVENDARGEISLA 86 ÍBÚÐ 0301, 113 Reykjavík. Fjögurra herbergja íbúð á efstu hæð ásamt bílakjallara í fjölbýlishúsi með góðu útsýni í Grafarholti.
Íbúðin er fjögurra herbergja á þriðju hæð í steinsteyptu húsi, byggðu árið 2003. Íbúð er 124,1 m² og geymsla 5,3 m², samtals 129,4 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. 
Skipting eignar: forstofa, eldhús, stofa, borðstofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, hol/fjölskyldurými, þvottahús, gangur, geymsla. Í sameign er bílageymsla, vagna- og hjólageymsla.

Nánari lýsing:
Forstofa með fataskáp. Eitt af svefnherbergjunum er inn af forstofu. 
Hol/fjölskyldurými er inn af forstofu. 
Eldhúsið er opið við stofu/borðstofu.
Í eldhúsi er rúmgóð innrétting, Ariston keramikhelluborð, háfur, Ariston ofn í vinnuhæð, stálvaskur og Siemens uppþvottavél, Electrolux ísskápur með frysti fylgir. 
Stofa/borðstofa eru í opnu björtu rými og er útgengt á flísalagðar svalir til suðurs frá stofu hluta. Svalir skráðar 10,9 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Á svölum eru nýlagðar flísar á "lofti" sem vatn á að renna auðveldar undan.
Svefnherbergin eru þrjú, rúmgóð og öll með fataskápum.
Baðherbergi með baðkari, sturtu, vaskinnréttingu og vegghengdu salerni, flísalagt í hólf og gólf, gluggi. 
Þvottahús með vinnuborði og efri skápum, vaskur, gluggi. Inn af þvottahúsi er geymsla. Innangengt er frá bæði eldhúsi og anddyri í þvottahús. 
Gólfefni, parket er á stofu/borðstofu, holi/fjölskyldurými og svefnherbergjum. Flísar eru á forstofu, baðherbergi, eldhúsi, þvottahúsi og geymslu. 

Í sameign á jarðhæð (kjallari/skráð fyrsta hæð) er bílakjallari 37,8 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Sameiginleg vagna- og hjólageymsla eru austan megin við húsið. 
Bílastæði eru sameiginleg fyrir framan húsið, sérbílastæði er í bílakjallara.
Sorptunnuskýli er á milli inngangs og bílastæða. Hellulagt er milli bílastæðis og inngangs hússins. 

Ýtið hér fyrir staðsetningu. 

Vel skipulögð íbúð á góðum stað í Grafarholti, stutt að Reynisvatni, útivistar og gönguleiðir í nágrenni. Hentar vel fyrir barnafólk, stutt í grunnskóla og leikskóla. Gott útsýni.

Hlutfallstölur í eign

Íbúðinni fylgir 33,3% hlutdeild í bílageymslu í sameign sumra og bílastæði B03.
Íbúðin á hlutdeild í sameign.


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi s. 859 5885 – [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti. s. 897-3409 - [email protected]
Irpa Fönn Hlynsdóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi. s. 7742705 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.