Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Kambahraun 12 , 810 Hveragerði
54.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
168 m2
54.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
51.330.000
Fasteignamat
47.250.000

Byr fasteignasala kynnir í einkasölu KAMBAHRAUN 12  í Hveragerði. Einbýlishús á einni hæð með þremur svefnherbergjum og tvöföldum bílskúr.
Eignin er steypt byggt árið 1973 og skiptist í 120,0 m² hús og 48,0 m² bílskúr byggðan árið 1977, samtals 168,0 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Ísland.
Skipulag eignar: Forstofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofa og borðstofa. Eldhús og þvottahús. Tvöfaldur bílskúr.

Forstofa með tvöföldum fataskáp og "vettlingaofn" (handklæðaofn), rafmagnstafla.
Fyrir framan forstofu er gangur sem leiðir að öðrum vistarverum hússins.
Stofa/borðstofa eru í sama rými, búið er að afstúka stofurnar með léttum millivegg, opið til beggja hliða. Upptekið loft er í stofu.
Eldhús er rúmgott með borðkrók, eldri innrétting. Eldavél og vifta, stálvaskur, Fagor Elegance uppþvottavél fylgir.
Þrjú svefnherbergi eru á gangi, Hjónaherbergi og tvö barnaherbergi. Hjónaherbergi er með fataskápum yfir heilan vegg, ekki eru fataskápar í barnaherbergjum. 
Baðherbergi er ný endurnýjað. Vegghengt salerni. Vaskinnrétting með tveimur vöskum, speglaskápar og stór sturta. Innréttingar og tæki eru frá Ísleifi Jónssyni. Flísar á gólfi og veggjum frá Harðviðarval, handklæðaofn frá Byko.
Útgengt er frá baðherbergi út í garð. 
Þvottahús er rúmgott, pláss fyrir þvottvél og þurrkara, stálvaskur í borði, snúrur og skápur. Útgengt er frá þvottahúsi í bakgarð. 

Bílskúr er tvöfaldur með tveimur innkeyrsludyrum rafmagnshurðaopnari á annarri. Útgengt er úr bílskúr á hlið skúrsins. Málað gólf.
Gólfefni, Hydrokorkur frá Þ. Þorgrímssyni á forstofu. Gegnheilt eldra parket er á stofum og gangi. Vinyldúkur er á eldhúsi, svefnherbergjum og þvottahúsi að hluta. Málað gólf er á þvottahúsi að hluta. Flísar á baðherbergi.
Gólfhiti er á baðherbergi og í forstofu. 

Eignin hefur verið að hluta til endurnýjuð. Baðherbergi er nýlega tekið í gegn, nýlegar innihurðar eru í húsinu. Ný útihurð á baðherbergi. Tölvutengi eru lögð í öll herbergi. Nýlegt gler er í gluggum á bílskúr. 
Húsið var málað að utan árið 2015.

Garður er gróin, hellulagt er að húsi og meðfram hlið þess. Hellulagt bílaplan er við bílskúr fyrir þrjú ökutæki. Trampolín niðurgrafið í framgarði og sandkassi fylgja.
Steyptur lágr veggur umlykur lóðina að hluta.  

Um er að ræða gott einbýlishús á eftirsóttum stað í Hveragerði. Eign með góðu skipulagi - stutt í almenna þjónustu og útivistarsvæði s.s. Hamarinn. 

Ýtið hér fyrir staðsetningu
 


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti - [email protected]
Irpa Fönn Hlynsdóttir, í námi til löggildingar, - í leyfi. 

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði. 

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.