Byr fasteignasala kynnir í einkasölu VORSABÆ 3 í Hveragerði. Geymslur/bílskúrar á athafnasvæði við Hveragerði.Innkeyrsluhurð 2.8m á breidd og 2.8m á hæð.Áhvílandi vsk-kvöð er á eigninni og miðast söluverð eignar við yfirtöku á vsk-kvöð. Um er að ræða tvö hús, 24 geymslurými/bílskúrar í hvoru húsi. Húsin standa á skilgreindu athafnasvæði sunnan við þjóðveg 1
Áætluð afhending er:B (norðar-nær þjóðvegi) vor 2021
A (sunnar-fjær þjóðvegi) vor 2021
Frágangur utanhúss:
Húsin eru uppbyggð með einangruðum forsteyptum einingum frá Steypustöðinni/Loftorku. Yfirborð útveggja að utan er slétt pússuð/mótaáferð. Þak er einingaþak frá Kingspan.
Plan verður malbikað. Engin skilgreind bílastæði eru á lóðinni.
Gönguhurð og gluggi fyrir ofan eru úr PVC plasti, hvítt að lit.
Innkeyrsluhurð 2.8m á breidd og hæð er með háu einangrunargildi og Liftmaster mótor.
Girðingu verður á lóðamörkum og rafmagnshlið í aðkomu.
Frágangur innanhúss:Geymslurými er afhent tilbúið til notkunar. Hvert rými er merkt/númerað.
Milliveggir og útveggir að innan eru slétt pússuð/mótaáferð. Veggir eru ósparslaðir en hvítmálaðir með tveimur umferðum.
Lofteiningar eru hvítar að innan og límtrésbitar eru ómeðhöndlaðir.
Gólf afhendast vélslípuð. Sér rafmagnsmælir er fyrir hvert geymslurými. Tengitafla er í hverju geymslurými. Raflagnir eru utanáliggjandi. Gert er ráð fyrir þriggja fasa tengli í hverju geymslurými.
Í hverju geymslurými er miðstöðvarofn. Hitalagnir eru utanáliggjandi. Geymslurýmin afhendast með tengingu fyrir heitt og kalt neysluvatn.
Geymslurýmin afhendast með einu gólfniðurfalli, stút/tengingu í gólfi fyrir handlaug og aukastút/tengingu í gólfi fyrir WC.
Loftræsing:
Gert er ráð fyrir opnanlegum glugga fyrir ofan gönguhurð og ferskloftsventli (innloft) fyrir ofan glugga og útloftsventli með viftu.
Brunavarnir:
Steyptir veggir eru á milli notaeininga og uppfylla allar kröfur um brunavarnir.
Nánar um húsið:Hvort hús um sig er 1058,4 m² sem skiptist í 48 geymslur/bílskúra. 44 geymslur/bílskúrar eru 43,1m², verð 11.500.000.- og 4 geymslur/bílskúrar (endar) eru 44.9 m², verð 11.900.000.-
Ýtið hér fyrir staðsetningu.Áhvílandi vsk-kvöð er á eigninni og miðast söluverð eignar við yfirtöku á vsk-kvöð.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á og er það 0.3% af endanlegu brunabótarmati.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected]
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti - [email protected].is
Irpa Fönn Hlynsdóttir, í námi til löggildingar, - í leyfi.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala