Tækifæri til að byggja eignir, frábær staðsetning í grónu hverfi, miðsvæðis í blóma og heilsubænum Hveragerði. Komnir eru sökklar, samþykktar teikningar fylgja fyrir staðsteypt hús.
Seljandi skoðar að taka eignir á höfuðborgarsvæðinu upp í kaupverð.
Byr fasteignasala kynnir tvo sökkla fyrir átta raðhúsaíbúðir við Þelamörk 47 og Þelamörk 49 Hveragerði.
Til afhendingar strax, tilbúnir til framkvæmdar. Möguleiki á hefja framkvæmdir strax. Eignirnar tilbúnar væru tilvaldar fyrir fjölskyldur sem vilja hreiðra um sig í friðsælu og afslöppuðu umhverfi rétt fyrir utan borgina.Bygginganefndateikningar og sérteikningar fylgja fyrir staðsteypt hús. Um er að ræða tvær raðhúsalengjur, á hvorum sökkli er gert ráð fyrir fjórum íbúðum, samtals átta íbúðir.Kominn er púði og búið að fylla inn í annan sökkulinn.
Mikil eftirspurn er eftir eignum í Hveragerði, samskonar raðhúsaíbúðir að Þelamörk 51-53 eru allar seldar. Þelamörk er í rótgrónu hverfi í Hveragerði.
Þar eru nú þegar reistar tvær raðhúsalengjur með átta íbúðum, á einni hæð. fjórar íbúðir í hverri raðhúsalengju en teikningarfylgja með. Á lóð er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum fyrir hverja íbúð og auk þess eru afmörkuð tvö sameiginleg bílastæði.
Fyrirliggjandi teikningar gera ráð fyrir eftirfarandi skipulagi:
Þelamörk 47 A og D verði fjögurra herbergja enda íbúðir með bílskýli. Stærð 117,2 fm.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskýli.
Þelamörk 47 B og C verði þriggja herbergja miðju íbúðir með bílskúr. Stærð 127,5 fm.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.
Þelamörk 49 A og D verði fjögurra herbergja enda íbúðir með bílskýli. Stærð 123,4 fm.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskýli.
Þelamörk 49 B og C verði þriggja herbergja miðju íbúðir með bílskýli. Stærð 120,8 fm.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, fataherbergi, þvottahús, geymsla og bílskýli.
Ýtið hér fyrir staðsetningu.Hverfið og Hveragerði.Þelamörkin er umvafin allri þeirri náttúrufegurð sem Hveragerði hefur upp á að bjóða, svo sem Hveragarðinn, Lystigarðinn, Varmá, Reykjadal og ótal skemmtilegra gönguleiða fyrir útivistarunnendur.
Býður því bærinn upp á fjölbreytta afþreyingu sem höfðar til allra aldurshópa.
Hveragerði er þekkt sem blóma- og heilsubær. Yfir sumartímann er Hveragerði einstaklega fjölskrúðug þar sem fjölbreyttur og blómlegur gróður fær að njóta sín og setur einstaklega fallegan blæ yfir bæinn.
Mikil náttúrufegurð er í Hveragerði og nágrenni, stutt í gönguleiðir og óspillta náttúru.
Í Hveragerði má finna fjöldann allan af fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnununum sem tengjast þjónustu á einn eða annan hátt og því stutt að sækja í allar helstu þjónustur frá Þelamörk.
Í göngufæri má meðal annars finna Grunnskóla Hveragerðis, sundlaugina að Laugaskarði, Tónlistarskóla Árnesinga, leikskólinn Undraland og verslunarkjarna með matvöruverslun, pósthús, bankaþjónustu og margt annað.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected]
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, í námi til löggildingar, sölufulltrúi - stílisti - [email protected]
Irpa Fönn Hlynsdóttir, í námi til löggildingar, - í leyfi.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Byr fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv verðskrá og kemur fram á kauptilboði.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala