Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Þelamörk 47 b , 810 Hveragerði
64.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
4 herb.
129 m2
64.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2021
Brunabótamat
0
Fasteignamat
30.450.000

Byr fasteignasala kynnir í einkasölu ÞELAMÖRK 47B. Fjögurra herbergja raðhús miðsvæðis í Hveragerði.  
Húsið verður afhent fullbúið að utan; frágengin lóð, malbikað bílaplan. Timburverönd verður beggja vegna við húsið. 

Um er að ræða 129,0 m² raðhús samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Húsið er á einni hæð - gott skipulag. 
Skipulag eignar: Gert er ráð fyrir andyri, stofu, borðstofu og eldhúsi í alrými, þremur svefnherbergjum,  tvö baðherbergi, þvottahús og geymsla. Tvö bílastæði eru á bílaplani. 
Þrjú svefnherbergi eru í eigninni möguleiki er á að bæta við fjórða svefnherberginu ef vill. 

Húsið er staðsteypt, fjórar íbúðir eru í raðhúsalengjunni. Aukin lofthæð er í stofu, borðstofu og eldhúsi. 
Eignin verður afhent á byggingarstigi 5, matsstigi 5 þ.e. tilbúin til innréttinga.


Innanhúss.
Veggir
 íbúðar eru sandspartlaðir og grunnaðir. Hluti innveggja eru úr umhverfisvænum Thermotech léttsteypuveggjum.
Loft, eru með rafmagnsgrind og tilbúin til klæðningar. Loft verða niðurtekin að hluta til.
Rafmagn, rafmagnsgrind verður í stofu og eldhúsi en þar verður upptekin lofthæð. Dregið verður í vinnuljós og allar dósir og inntök komin. Rafmagnstöflu er ekki skilað fullfrágenginni.
Loftun, loftunarrör verða frá baðherbergjum og þvotta- og inntaksrýmum.
Gólfhiti er í allri eigninni, gólfhitagrind er ekki frágengin og ekki komnar stýringar.
Gluggar að innanverðu eru grunnaðir hvítir að lit.
Mikilvægt er að kaupandi geri tilheyrandi raka- og réttleikamælingar á gólfi áður en gólfefni eru lögð. Hafa þarf rakastig í huga áður en viðargólf eru lögð á gólf íbúða.

Utanhúss.
Húsið afhent fullbúið að utan; frágengin lóð, malbikað bílaplan, timburverönd beggja vegna við húsið.
Veggir hússins eru einangraðir að utan steinullareinangrun sem klæðist með svartri furuklæðningu og ljósri Alpolic álklæðningu.
Þak er léttbyggt, timburþak, einhalla með Protan þakdúk.
Botnplata er einangruð með 100mm plasteinangrun, rúmþyngd 24kg./m3 og niður með sökklum í úthring sökkla að utanverðu.
Útihurðar eru svartar
Gluggar, eru svartir trégluggar með tvöföldu K-gleri.
Lóð: að framanverðu er lóð frágengin með malbikuðum bílastæðum, hellulögn og timburverönd, ásamt opnu sorptunnuskýli er rúmar þrjú sorpílát.  
Að aftanverðu er lóð frágengin með timburverönd á milli skilveggja og u.þ.b. 2,5 metra út frá húsi og mulningi/steinbeði. Steyptir skilveggir eru á milli húsa.

Ýtið hér fyrir staðsetningu. 

Þelamörk er í rótgrónu hverfi á besta stað í Hveragerði. Rís þar falleg íbúðabyggð sem samanstendur af nokkrum raðhúsalengjum. Um er að ræða staðsteypt raðhús á einni hæð með fjórum íbúðum í hverri raðhúsalengju. Á lóð eru tvö bílastæði fyrir hverja íbúð og auk þess eru afmörkuð 2 sameiginleg bílastæði. Eignirnar eru því tilvaldar fyrir fjölskyldur sem vilja hreiðra um sig í friðsælu og afslöppuðu umhverfi rétt fyrir utan borgina.


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali, - stílisti - [email protected]
Irpa Fönn Hlynsdóttir, hefur lokið námi til löggildingar, - skrifstofa. 

Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.        
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi -  0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga  / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.