Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Valsheiði 14 , 810 Hveragerði
120.000.000 Kr.
Einbýli
4 herb.
200 m2
120.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
77.100.000
Fasteignamat
65.200.000

Byr fasteignasala kynnir í einkasölu VALSHEIÐI 14, 810 Hveragerði. Rúmgott og vel skipulagt einbýlishús innarlega í botnlanga með bílskúr og stórum garði.  Kjallari með mikla möguleika er undir öllu húsinu. 
Húsið er steypt einbýlishús, byggt árið 2007 með bílskúr og kjallara. Húsið skiptist í íbúð, 161 m² og bílskúr, 39,7 m² samtals, 200,7 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Ísland. Kjallari er ekki inni í m² tölu hússins, raunstærð hússins er þá 401,4 m² . 
Skipulag eignar: Anddyri, eldhús og borðstofa, stofa, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, gangur og hol, þvottahús og geymsla, bílskúr með millilofti og kjallari undir öllu húsinu í dag skiptist hann í 7 rúmgóð rými sem hafa mikla notkunarmöguleika.

EINGÖNGU ER UM EINKASÝNINGAR AÐ RÆÐA, vinsamlega hafið samband við Elínu í síma 483-5800 eða á [email protected]

Anddyri með flísum á gólfi. Innangengt er í bílskúr og þvottahús frá anddyri.
Eldhús, með flísum á gólfi, Rúmgóð HTH innrétting með eyju. Nýtt spansuðuhelluborð AEG, háfur, Samsung ofn í vinnuhæð, rúmgóður borðkrókur með veggföstum bekk. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu. Uppþvottavél í innréttingu fylgir.  
Stofa með arin (virkur frá Jötun arinn), eikarparket á gólfi, innbyggð stjörnulýsing í lofti.
Svefnherbergisgangur og hol með flísum á gólfi, 
Hjónaherbergi er með fataskápum eikarparket á gólfi og sér baðherbergi inn af, stjörnulýsing í lofti. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Vegghengt salerni, vaskinnrétting, handklæðaofn og sturtuklefi, gluggi er á baðherberginu. 
Barnaherbergin eru þrjú, tvö þeirra eru með fataskápum. 
Baðherbergi er rúmgott með hornbaðkari og sturtutækjum, vegghengt salerni, flísar í hólf og gólf. Rúmgóð vask innrétting. Útgengt er út á sólpall frá baðherbergi. 
Þvottahús og geymsla er í sama rými, þaðan er útgengt á bílaplan. Rafmagnstafla er innst í geymsluhluta. Sjöfaldur fataskápur og innrétting fyrir tvær vélar, tengi fyrir eina þvottavél.
Bílskúr er með flísum á gólfi. Bílskúrshurðaopnari og tvær fjarstýringar fylgja. Milliloft er yfir bílskúrnum að hluta.
Gólfefni: Gegnheilt eikarparket er á svefnhergjum hæðarinnar og í stofu. Flísar eru á anddyri, eldhúsi, gangi og á baðherbergjum. Húsið er upphitað með gólfhitalögn sem er steypt í gólfplötu, Danfoss stýringar á veggjum.
Innbyggð lýsing er í öllum rýmum á hæð hússins. Stjörnulýsing er í lofti stofu og hjónaherbergis. Dimmerar eru í öllum rýmum á hæð. Upptekin loft eru allstaðar. Sólargardínur í eldhúsi og stofu fylgja.

Kjallari er undir öllu húsinu, miklir möguleikar eru á nýtingu kjallarans.
Kjallarinn skiptist í 7 rúmgóð rými í dag, þar af er fullbúið baðherbergi, eldhús, stofa, þrjú rúmgóð svefnherbergi og rúmgóð líkamsræktaraðstaða með speglum.
Stærð kjallarans er ekki inni í m² tölu hússins. Hægt er að nýta hann sem auka herbergi við aðalhæð eða sem séreiningu.
Innangengt er á milli hæða, sér inngangur er einnig í kjallarann um tröppur á norðurhlið hússins. Hiti er í tröppum úti niður í kjallarann.
Gólfefni í kjallara eru flísar á öllum rýmum, gólfhiti er í kjallara. Kjallarinn skiptist í nokkur rúmgóð rými með ledlýsingu í loftum, kerfisloft. Brunaútgengi er sérstaklega úr öllum rýmum í kjallara. Loftræsting er í kjallaranum. Lofthæð í kjallara er frá 250 cm.
Fullbúið baðherbergi er í kjallara með flísum á gólfi, vegghengdu salerni, vaskinnréttingu og sturtu. Fullbúið eldhús er í kjallara. Rafræn loftun er úr þeim rýmum í kjallara sem eru gluggalaus. 
Inntaksrými er í kjallara, tengi fyrir þvottavél og þurrkara er fyrir hendi. 

Húsið er steinsteypt, einangrað að utan og klætt með steinaðri múrklæðningu og stálklæddu valma timburþaki. Gluggar eru viðar/ál gluggar.
Garðurinn er vel skipulagður, gróinn að hluta með steyptum- timbursólpalli, heitum potti, skjólveggjum, grillskýli, sparkvelli og fánastöng. Pétur Reynisson Garðyrkjumeistari hannaði lóðina við húsið.  
Framan við húsið er hellulagt bílaplan með hitalögn í lokuðu kerfi, pláss fyrir 4 ökutæki.  Uppsett rafhleðslustöð frá 2017 fylgir. Skýli fyrir sorptunnur og reiðhjól er framan við húsið. 
Timbursólpallur u.þ.b. 150  er til suðausturs við húsið, þar er heitur pottur, skjólveggir og grillskýli. Mynstur steypta er á hluta sólpalls, köld geymsla er undir sólpalli að hluta til u.þb. 40 m².
Steyptur gróðurkassi/matjurtargarður er uppbyggður á sólpalli. Útikrani er á sólpalli.
Heitur pottur er hitaveitupottur, 3 ára gamall. Svalir (áhorfendapallur) er til austurs ofan við sparkvöll/körfuboltavöll sem er með gervigrasi. Búið er að steypa grunn fyrir gróðurhús á palli. 
Steyptur veggur er allt í kringum lóð hússins. 

Opið svæði er aftan við húsið og útsýni til fjalla. Góð staðsetning á vinsælum stað í Hveragerði, einstakt tækifæri til að eignast vel skipulagt fjölskylduhús. 

Ýtið hér fyrir staðsetningu
 


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali, - stílisti - [email protected]
Irpa Fönn Hlynsdóttir, hefur lokið námi til löggildingar, - skrifstofa. 

Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.        
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi -  0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga  / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.