Byr fasteignasala kynnir Reynivellir 6, 800 Selfoss. Sumarhús á einni hæð með tveimur svefnherbergjum og svefnlofti og geymslu (gestahúsi).Um er að ræða timburhús, byggt árið 2009. Eignin er samtals 46,0 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Eignarlóð.
Skipulag eignar: Anddyri, tvö svefnherbergi, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, baðherbergi og svefnloft. Geymsla (gestahús).
Anddyri og alrými með plastparketi. Upptekið loft er í stofu/alrými.
Eldhús með ísskáp, helluborði, ofni, lítilli uppþvottavél og stálvaski.
Baðherbergi með vegghengdu salerni, vaskinnréttingu og sturtuklefa, gluggi, parketflísar á gólfi.
Tvö svefnherbergi eru í eigninni með plastparketi, lítill fataskápur er í báðum herbergjum.
Svefnloft er yfir hluta hússins. gólfflötur u.þ.b. 10 m², geymsluloft er undir súð. Fellistigi er upp á svefnloft.
Geymsla (gestahús) stendur við húsið, fastar hillur á einum vegg, stálvaskur í borði. Húsin standa á steyptum grunni. Heitt og kalt vatn er í húsunum. Húsin virðast vera upphituð með gólfhita.
„Í kaupsamningi um eignina árið 2018 kom fram að gólf í herbergjum eru í mismunandi hæð og hafði þáverandi seljandi rétt gólf af í kjölfar þess að hafa keypt bústaðinn árið 2011. Hafði bústaðurinn sigið en húsið er byggt í mýrlendi.“.
Gengið er inn á suðvesturhlið hússins, inn af timburverönd inn í alrými stofu og eldhús. Veröndin er óslétt, smíðuð úr pallettum allavega að hluta til. Skjólveggir eru á milli sumarhúss og geymslu á skjólvegg er hlið. Malarinnkeyrsla og malarplan er við sumarhúsið. Grind er fyrir heitan pott við sumarhúsið, skjólgirðing er í kringum grindina. Í grindinni er fiskikar með loki. Inntaksrými er aftan við húsið í lítilli viðbyggingu. Lóðin er grasi gróin 4115,0 m² að stærð, lágvaxin góður er víða við lóðamörk. Lóðin er öll afgirt, hlið við innkeyrslu. Rotþró er hægra megin við innkeyrslu, þar er trjágróður við u.þ.b. 1,6 m á hæð.
Sumarhúsið stendur rétt fyrir utan þéttbýliskjarna í Reykholti, stutt er í verslun og sundlaug. Stutt er í ýmsa afþreyingu og útivist.
Ýtið hér fyrir staðsetningu.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected]
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - [email protected]
Atli Geir Sverrisson, aðstoðarmaður fasteignasala / í námi til löggildingar - [email protected]
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala