Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
Lækjarbrún 6 , 810 Hveragerði
58.000.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
2 herb.
86 m2
58.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2004
Brunabótamat
34.500.000
Fasteignamat
37.500.000

Byr fasteignasala kynnir í einkasölu LÆKJARBRÚN 6, Hveragerði. Tveggja herbergja raðhús á einni hæð innarlega í botnlanga, á vinsælum stað við Heilsustofnun í Hveragerði.  
Um er að ræða timbur raðhús byggt árið 2004, 86,3 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu/eldhúsi, svefnherbergi, baðherbergi, gangur, geymsla (hefur verið nýtt sem herbergi) og þvottahús. Tvær útigeymslur. 

Anddyri með þreföldum fataskáp. 
Gangur liggur að öðrum vistarverum hússins. 
Borðstofa/eldhús eru í sama rými. Frá eldhúsi/borðstofu er útgengt út á hellulagða verönd fyrir framan hús. Í eldhúsi er innrétting, gert er ráð fyrir uppþvottavél.  AEG ofn í vinnuhæð og vifta. Siemens helluborð og stálvaskur. 
Stofa er rúmgóð með uppteknu lofti og útgengi í bakgarð. Bakgarður snýr í austur. Hellulögð verönd með skjólveggjum. Útigeymsla er á verönd.
Svefnherbergi með fataskápa yfir heilan vegg. 
Skráð geymsla sem hefur verið nýtt sem herbergi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Upphengt salerni, sturta og vaskinnrétting, gluggi. 
Þvottahús, gluggi, hitainntak, gólfhitakista er í þvottahúsi. 
Gólfhiti er í eigninni. Gólfefni, flæðandi parket er á stofu, eldhúsi/borðstofu, gangi, herbergi og skráðri geymslu. Flísar eru á baðherbergi, forstofu,og þvottahúsi.

Lóð að framanverðu er hellulögð og með lítilli timburverönd. Sorptunnuskýli fyrir þrjár tunnur er framan við húsið. Útigeymsla er framan við húsið.
Lóð að aftanverðu er með timbur verönd og skjólveggjum, veggfest samanfellanleg snúra, útigeymsla er aftan við húsið. 


Raðhúsið er klætt að hluta með litaðri álklæðningu og að hluta viðarklætt. Við anddyri er klætt með viðarklæðningu. Húsið er því viðhaldslítið. Snjóbræðslulögn er að hluta undir hellulögðum gangstíg/þjónustustíg.  Hús og umhverfi er hannað með tilliti til aðgengis hreyfihamlaðra.
Í íbúðinni er öryggishnappar í hverju herbergi og Securitas vaktar svæðið sbr. þjónustusamning við HNLFÍ, einnig er brunavarnarkerfi tengt inn á Heilsustofnun. Ellefu bílastæði eru í sameign við húsið. Eitt er sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða.

Eign á vinsælum stað í Hveragerði. Húsið stendur innarlega við botnlanga á friðsælum stað, falleg náttúru allt um kring, stutt í gönguleiðir og alla þjónustu.  Ýtið hér fyrir staðsetningu. 

Skilyrði er að kaupendur gerist aðilar að þjónustusamning við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ). Kaupendur greiða mánaðarlega grunngjald fyrir tiltekna þjónustu, sjá nánar þjónustusamning. 
Mikið er lagt upp úr að hús og lóð sé með þeim hætti að íbúum líði vel í nálægð við náttúru og heilsurækt, þar sem möguleiki er að fá margvíslega þjónustu, sbr. þjónustusamning við HNLFÍ.  


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - [email protected]
Atli Geir Sverrisson, aðstoðarmaður fasteignasala / í námi til löggildingar - [email protected]

Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.        
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi -  0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga  / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 7, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.