Byr fasteignasala kynnir í einkasölu BREKKUBYGGÐ 15, 540 Blönduós. Vel skipulagt og mikið endurnýjað sex herbergja einbýlishús með tvöföldum bílskúr, gróin lóð með sérhönnuðum garði með garðskála, heitum potti og leikkofa.Húsið er steypt byggt árið 1979, 142,5 m² og bílskúr er steyptur byggður árið 1984, 82,5 m² samtals 225,0 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar: Anddyri, eldhús, borðstofa, stofa, fjögur svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi, gestasalerni, gangur og þvottahús. Bílskúr, geymsla, gróðurhús og barnahús.
EIGNIN ER LAUST TIL AFHENDINGAR VIÐ UNDIRSKRIFT KAUPSAMNINGS. Nánari lýsing:
Anddyri með 40x80 flísum á gólfi, innbyggður fataskápur með lýsingu.
Eldhús, borðstofa, með 40x80 flísum á gólfi. Brúnás innrétting (árið 2020) með innbyggðri uppþvottavél, ofni og örbylgjuofni/ofni, helluborð og háfur frá IKEA. Ísskápur getur fylgt með eftir samkomulagi.
Ný rennihurð er í eldhúsi sem opnast út á hellulagða suðurverönd, gluggi einnig nýr sem og loftaplötur með innbyggðri led lýsingu.
Stofa með gegnheilu kirsuberja parketi á gólfi. Útgengt er úr stofu á suðurverönd. Gengið er eitt þrep niður í stofu.
Svefnherbergisgangur með harðparketi sem flæðir inn í öll svefnherbergi.
Hjónaherbergi, útgengt er frá hjónaherbergi út á suðurverönd. Inn af hjónaherbergi er
fataherbergi með opnum hillum.
Barnaherbergin eru þrjú, eitt þeirra var áður tvö en hefur nú verið sameinað í eitt stórt herbergi. Harðparket á gólfum.
Baðherbergi er rúmgott með hita í gólfi, vegghengt salerni, flísar í hólf og gólf, rúmgóð vask innrétting. Loftræsting með útsogi.
Gestasalerni með vegghengdu salerni og handlaug. Loftræsting með útsogi.
Þvottahús með flísum á gólfi, innrétting fyrir eina vél í vinnuhæð, stálvaskur. Loftræstikerfi og gólfhitastýring er í þvottahúsi.
Bílskúr er tvöfaldur með steyptu gólfi. Þriggja fasa rafmagn. Bílskúrshurðaopnari, ein fjarstýring fylgir. Innrétting með vaski er í rýminu. Í enda bílskúrs er vinnustofa með millilofti sem haldið er uppi af stálgrind. Í vinnustofu er sturta og vaskur, gert ráð fyrir salerni.
Geymsla er á bakvið bílskúr fyrir aftan vinnustofu. Köld garðgeymsla (11,9 m²), vinnuljós og opnanlegt fag. Hellulagt gólf, steníklætt að utan. Þessi geymsla er ekki innifalin í fermetratölu.
Gólfefni: Parket er á svefnherbergjum og í stofu. Flísar eru á anddyri, eldhúsi og borðstofu, holi, þvottahúsi og á baðherbergjum.
Undir flísum er gólfhitalögn sem er steypt í gólfplötu, Danfoss stýringar á veggjum. Ofnar eru í öðrum rýmum.
Innbyggð lýsing er í öllum rýmum. Dimmerar eru í öllum endurnýjuðum rofum. Upptekin loft eru alls staðar. Sólargardínur í eldhúsi og stofu fylgja.
Rafmagn, titcino rofar og tenglar eru upprunalegir, í eldhúsi er búið að endurnýja í BERKER, stóra svefnherbergi og ganginum, baðherbergi, forstofu, þvottahúsi og salerni.
Hitaveita er á svæðinu.
Garður er sérhannaður, gróinn með hellulögn, steyptri stétt að hluta, skjólvegg að hluta en alveg aflokaður.
Hellulagt bílaplan rúmar 8 bíla, hiti í plani við inngang og fyrir framan bílskúr. Sorptunnuskýli fyrir tvær tunnur. Leikkofi með ljósi, sandkassi,
gróðurhús með ofnalögn og opnanlegum pumpum í gluggum. Í gróðurhúsinu er vínviður, plómutré og bláberjarunnar.
Heitur pottur er í bakgarði u.þ.b. 6 ára gamall.
Húsið hefur verið endurnýjað að miklu leyti að innan og utanverðu í gegnum tíðina. Um er að ræða vel skipulagða, bjarta og rúmgóða eign með fallegum garði og rúmgóðum tvöföldum bílskúr. Góð staðsetning í grónu hverfi á Blönduósi. Ýtið hér fyrir staðsetningu. Blönduós er stærsti þéttbýlisstaðurinn við Húnaflóa. Atvinna er tengd landbúnaði, léttum iðnaði, verslun, þjónustu, útgerð og þar er verksmiðja Vilko einnig staðsett. Á Blönduósi búa um 950 manns. Á svæðinu eru þrjár sundlaugar; Á Blönduósi, Skagaströnd og Húnavöllum. Stutt er í fjöldbreytta afþreyingu utandyra, svo sem golf, fjallgöngur, lax og silungaveiði og fleira.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected]
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - [email protected]
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala - [email protected]
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala