Byr fasteignasala kynnir í einkasölu EDENMÖRK 1, ÍBÚÐ 202 í Hveragerði. Ný þriggja herbergja íbúð á efri hæð með sérinngangi, í nýju hverfi miðsvæðis í Edenbyggð í Hveragerði.ÍBÚÐ 202 EFRI HÆÐ. Íbúðin er 75,3 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymsla.
Íbúðin er í leigu og selst með yfirtöku á leigusamningi. Nánari uppýsingar hjá Byr fasteignasölu.
Anddyri með tvöföldum fataskáp, flísar á gólfi.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Útgengt er út á suður svalir 8,2 m² úr stofu.
Eldhús er með AEG heimilistækjum, ofn í vinnuhæð, spanhelluborð og þunn útdraganleg vifta sem fellur undir efri skáp.
Stálvaskur og Grohe blöndunartæki. Sérsmíðuð eldhúsinnrétting.
Hjónaherbergi með fatakáp yfir heilan vegg.
Barnaherbergi með tvöföldum fataskáp.
Baðherbergi með flísum á gólfi og hluti veggja (sturtuhorn). salerni, vaskaskápur, speglaskápur, vegghengt salerni og sturta. Blöndunartæki frá Grohe.
Geymsla, 3,2 m² að stærð, samkvæmt teikningu, er staðsett inn af Hjónaherbergi, rennihurð.
Gólfefni: Harðparket frá Parka er á alrými, holi, svefnherbergjum og geymslu. Flísar eru á anddyri og baðherbergi.
T.ark arkitektar eru aðalhönnuðir hússins. Edenmörk 1 er fjögurra íbúða staðsteypt tveggja hæða hús. Allir útveggir ásamt veggjum á milli íbúða eru staðsteyptir.
Lóð er frágengin, sorptunnuskýli. Sett verður upp miðlægt torg á milli húsanna á svæðinu þar sem verða fjögur lítil gróðurhús sem íbúar svæðisins geta leigt af sveitarfélaginu til eigin nota. Bílastæði eru í sameign.
Snyrtileg, vel skipulögð og björt íbúð miðsvæðis í Hveragerði þar sem Eden stóð áður, stutt í alla almenna þjónustu, stutt er á stoppistöð strætisvagna. Ýtið hér fyrir staðsetningu.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala - silla@byrfasteignasala.is
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala