BYR fasteignasala kynnir VALSHEIÐI 32 í einkasölu. Vel skipulagt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr og aukaíbúð á vinsælum stað í Hveragerði. Timburverönd með heitum potti. Húsið stendur innst í botnlanga, opið svæði er við tvær hliðar, stutt í útvistarsvæði og Hamarinn. Ýtið hér fyrir staðsetningu. Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, baðherbergi, gangur, hol, gestasalerni, þrjú svefnherbergi, þvottahús, bílskúr. Aukaíbúð með forstofu, alrými og baðherbergi.
Skráning eignarinnar hjá Þjóðskrá Íslands:
Stærð: Íbúð 145,2 m² og bílgeymsla 51,2 m². Samtals 196,4 m²
Brunabótamat: 89.250.000 kr.
Fasteignamat: 89.400.000 kr.
Byggingarár: 2006
Byggingarefni: Timbur
Nánar um eignina:
Anddyri; þrefaldur fataskápur, innangengt er úr forstofu í bílskúr.
G
estasnyrting, vegghengt salerni, handlaug og flísalagt upp á hálfa veggi, lofttúða.
Stofa er í
alrými með eldhúsi og
borðstofu, frá stofu er útgengt út á lokaða timburverönd til suðurs með heitum potti.
Eldhús með U-laga ljósri innréttingu, flísar á milli skápa. Electrolux ofn, helluborð og vifta. Gert er ráð fyrir uppþvottavél.
Sjónvarpshol með parketi sem flæðir einnig inn í herbergin.
Barnaherbergin eru tvö, tvöfaldir fataskápar eru í þeim báðum.
Hjónaherbergi með flísum á gólfi, fjórfaldur fataskápur.
Útgengt á timburveröndina með heita pottinum. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, vegghengt salerni, rúmgóð innrétting með vask, sturta og hornbaðkar, handklæðaofn.
Þvottahús með innréttingu með plássi fyrir tvær vélar í vinnuhæð. Flísar á gólfi, vegghengd þvottasnúra fylgir, lúga upp á háaloft sem er yfir öllu húsinu. Þetta rými var minnkað til að gera baðherbergi og anddyri á íbúð sem er einnig í hluta af bílskúrnum.
Bílskúr var tvöfaldur, hefur verið minnkaður til að útbúa aukaíbúð. Innangengt úr anddyri, einnig er inngönguhurð við hlið andyris. Flísar á gólfi bílskúrs. Breið bílskúrshurð með rafmagnsopnara, gólfhitastýrikerfi er í bílskúr og hitastýring fyrir pott. Enn er hægt að koma bíl inn þrátt fyrir breytingu á bílskúr.
Gólfefni, flæðandi parket í stofu, borðstofu, holi, gangi og barnaherbergjum. Flísar á gólfi í hjónaherbergi, baðherbergi, gestasalerni og þvottahúsi.
Gólfhiti er í öllu húsinu.
Aukaíbúð er í hluta bílskúrs er með sér inngang.
MÖGULEIKI Á LEIGUTEKJUM. Komið er inn í flísalagt anddyri með fatahengi, baðherbergi með gólfflísum og veggþiljum, upphengt salerni og sturtuklefi, loftun á baðherbergi, handlaug með innréttingu. Rúmgott alrými með svefnaðstöðu og eldhúsinnréttingu með stálvask, flísar á gólfi. Aukaíbúðin var gerð úr hluta geymslu og hluta bílskúrs.
Húsið er byggt árið 2006, timburhús á steyptum grunni,
klætt að utan með liggjandi báruklæðningu. Lóðin er 756,1 m² leigulóð frá Hveragerðisbæ.
Steypt bílaplan er fyrir framan bílskúr pláss fyrir þrjá bíla. Krani að utan við bílskúrsdyr til að tengja slöngu. Lítill
geymsluskúr u.þ.b. 9 m² stendur við bílaplan, steypt gólf, öndun er á skúrnum. Sorptunnuskýli fyrir þrjár tunnur. Lóðin er fullfrágengin og snyrtileg.
Timburverönd er framan við húsið og önnur aflokuð aftan við húsið þar sem er heitur pottur. Útgengt er á hann frá hjónaherbergi og stofu.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected]
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - [email protected]
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala - [email protected]
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala