Elín Káradóttir
Eigandi og löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 859-5885
elin@byrfasteign.is
Geirmundarstaðir , 371 Búðardalur
90.000.000 Kr.
Lóð
5 herb.
65535 m2
90.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
171.490.000
Fasteignamat
35.255.000

BYR fasteignasala kynnir í einkasölu GEIRMUNDARSTAÐIR, 371 Búðardalur. Jörðin Geirmundarstaðir ásamt íbúðarhúsi, útihúsum og ræktuðu landi, útsýni til allra átta.
Frá Búðardal er ekið að Geirmundarstöðum um Vestfjarðaveg nr. 60 að Klofningsvegi nr. 590 að Geirmundarstaðir nr 5941. Ýtið hér fyrir staðsetningu.  


Eingöngu er verið að selja jörð og húsakost, eignin selst án bústofns og véla.  Möguleiki er á að kaupa vélar og bústofn sérstaklega og greiðslumark, listi yfir bústofn og tækjalista má nálgast hjá BYR fasteignasölu. 
Jörðin býður uppá tækifæri í bússkap og ferðamennsku, gott aðgengi að höfninni við Skarðstöð, fuglalíf, haförn, náttúrulegt kjarr, veiðitekjur í Krossá. 
Á jörðinni er ein leigulóð fyrir sumarhús. 


Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu á byr@byrfasteignasala.is eða í síma 483 5800

Einbýlishús, timburhús á einni hæð, byggt árið 1985 125,5 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS, ath aukainngangur er ekki inni í þeirri tölu. Húsið er steniklætt, bárujárn á þaki, timburverönd er við aðalinngang, til austurs og suðurs.
Lítil afstúkuð verönd er til norðurs við inngang. Árið 2016 var skipt um allt gler í íbúðarhúsinu. Komin er tími á glugga og gler ásamt þakjárni hússins. Húsið er kynnt með rafmagnsofnum. 
Skipulag íbúðarhúss: Anddyri, eldhús, stofa, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, gangur, búr, þvottahús og salerni og auka inngangi/„mudroom".

Nánari lýsing: 
Anddyri með flísum á gólfi. 
Gangur liggur frá anddyri að öðrum rýmum eignarinnar, dúkur á gólfi. 
Eldhús með borðkrók, dúkur á gólfi. U-laga innrétting, stálvaskur, flísar á milli skápa, eldavél, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu. Búr er við eldhús, dúkur á gólfi. 
Stofa með parketi á gólfi. 
Svefnherbergin eru fjögur, öll með fataskápum dúkur á gólfum. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi, salerni og vaskinnrétting, skápur, gluggi. 
Þvottahús með flísum á gólfi, flísar upp á hálfan vegg. Gluggi, hitakútur er í þvottahúsi. 
Salerni er við gang á móti þvottahúsi, flísar á gólfi, handlaug, salerni og gluggi, rafmagnstafla. 
Auka inngangur/„mudroom" með flísum á gólfi, hiti í gólfi.
Ljósleiðari er kominn í húsið.

Fjárhús 156,3 m² byggingarár 1966 og fjárhús 213,9 m² byggingarár 1974, samtals 370,2 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
pláss er fyrir um 400 kindur í fjárhúsinu. Nýlegar jötur eru í fjárhúsi byggt 1974. Skipt hefur verið um mottur og plast í króm. Kaffiaðstaða er í fjárhúsi. Hitakútur með heitu og köldu vatni. 
Skemma 182,0 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS, byggingarár 2014.
Bílskúrshurð ekki með mótor. Klædd að utan með járni. 
Hesthús 33,1 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS, byggingarár 1990.
steypt gólfi, með þremur stíum, pláss fyrir 4-6 hross.
Flatgryfja 207,0 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS, byggingarár 1977.
Bílskúrshurð ekki með mótor. Hefur verið skipt um járn á þaki og súðin þéttklædd. 
Tveir votheysturnar 13,8 m² hvor að stærð samkvæmt skráningu HMS, byggingarár 1964 
Annar votheysturninn er ekki í notkun. 
Fjárhúsin, hesthúsið og flatgryfjan eru sambyggð, innangengt er á milli húsa.  

Fiskverkunarhús 70.0 m² að stærð, byggt árið 1997.
Skipulag: forstofa, búningsklefi, salerni, lager og vinnusalur.
Húsið er byggt fyrir grásleppuútgerð og hrognaverkun úttekið af Fiskistofu. Í dag er húsnæðið nýtt sem geymsla. Járnklætt timburhús á einni hæð. Bílskúrshurð er á lager. Steypt stétt er fyrir framan húsið.

Jörðin er að mestu gróin, kjarri vaxin að hluta. Hólmar tilheyra jörðinni. Stærð jarðarinnar er 258,5 ha, óstaðfest í landeignaskrá, staðfest landamerki eigi að síður, ræktað land u.þ.b. 37 ha ( 5 ha nýrækt árið 2017) (skiki nr. 17-18 eru nýrækt samkvæmt túnkorti).
Skarðsrétt stendur á jörðinni, réttin er afgirt. Sjá hér í landeignarskrá landnúmer: 137819 .


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is


Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.

Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.        
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi -  0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga  / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 7, 810 Hveragerði - Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir | Byr fasteignasala

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.